Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 66
Ásdís María Viðars-dóttir er er alin upp í Breiðholtinu en vinnur núna í Berlín þar sem hún kláraði BA í tónsmíðum á seinasta ári. Ásdís gerir það núna gott með hljómsveitinni Banglist, ásamt því semja tónlist fyrir aðra tónlistarmenn og útgefendur. „Já, ég hef alltaf verið syngjandi en það var ekki jafn krúttlegt og það hljómar. Ég var alltaf, alltaf, alltaf að syngja samt, mínar elstu minningar af leikskóla eru af mér að syngja Pretty Fly For a White Guy í rólunum á leikskólanum og ég hélt þessu áfram í grunnskóla. Ég trufl- aði bekkinn minn alveg rosalega með því að vera alltaf að syngja og kennarinn minn í fyrsta bekk hafði orð á því við móður mína að þetta gengi ekki lengur, það yrði hrein- lega að koma mér einhvers staðar að í söng. Fella- og Hólakirkja er með barnakór og þrátt fyrir ungan aldur var gerð undanþága og ég fékk að vera með,“ segir Ásdís um upphaf tónlistarferilsins. Öðruvísi tjáning Hún segir það vera sér nokkuð nátt- úrulegt að koma fram, og þannig hafi það verið alveg frá því í barn- æsku. „Pabbi minn var alltaf mjög montinn af litlu söngkonunni og ég var oft látin syngja fyrir alls konar ókunnugt fólk. Ég veit ekki hvort ég myndi kalla það „ófeimni“, mér líður oft mjög óþægilega í kringum margt fólk. En þegar maður er á sviði þá er maður að tjá sig allt öðru- vísi og það er miklu auðveldara að skilja mig í gegnum tónlist, fólk hefur mikið verið að kalla þetta athyglissýki en það eru bara „bad vibes“,“ segir hún. Í síðustu viku kom út lagið Turn the lights down með hljómsveit Ásdísar, Banglist. „Lagið fjallar um einmanaleika og höfnun, hvernig manni líður þegar einhver hefur brotið í manni hjartað. Þegar maður er einmana þá vill bara maður bara láta trufla sig, að einhver fái þig til að hugsa um eitthvað annað. Það kannast f lestir við það, sérstaklega á landi sem er jafn lítið og Ísland. Að vilja ekki láta finna á sér veikan punkt og bara halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það er það sem lagið snýst um; að hunsa eigin tilfinningar bara svo að maður þurfi ekki að finna fyrir þeim. Mjög dramatískt, þess vegna var okkur svo mikilvægt að þetta lag hljómaði ekki eins og það væri sorglegt.“ Knappur tími Júlía Tómasdóttir gerði myndband- ið, og segir Ásdísi engan annan hafa treyst sér í að gera flott myndband á svona skömmum tíma. „Við höfðum mjög stuttan tíma til að taka upp myndbandið áður en lagið kæmi út. Enginn þorði í þetta nema Júlía. Við höfðum tvo daga til að taka þetta upp og ákváðum að það væri best að gera það heima Tjáir sig best í gegnum tónlistina Ásdís María býr í Berlín þar sem hún kemur reglulega fram með hljómsveitinni Banglist. Hún reynir að komast yfir löngunina til að flýja ástandið og fara heim til mömmu, en nýtir tímann vel í að semja lög og horfa á Survivor með kærastanum og köttunum. Ásdís í Amster- dam við tökur á myndbandinu við Turn the lights down með hljómsveitinni Banglist. MYND/YLVA Ásdís María og hljómsveitin Banglist að spila í beinni hjá Fritz Radio í Þýskalandi. MYND/YLVA 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.