Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 46
Fréttamaðurinn Will Reeve sýndi aðeins meira en hann ætlaði í út- sendingu ABC News í vikunni. Fréttamaður ABC News lenti í frekar vandræðalegri uppá-komu í vikunni þegar hann sýndi alheiminum óvart nakin lærin á meðan hann var að flytja fréttir að heiman. Fréttamaðurinn, Will Reeve, var klæddur í skyrtu og jakka en var buxnalaus og bjóst ekki við að myndavélin sýndi neitt fyrir neðan mitti. En því miður heppnaðist uppsetning hans á myndavélinni ekki sérlega vel, þannig að ber lærin voru í mynd. Sem betur fer var Reeve samt í boxer-nærbuxum. Það er algengt að fréttamenn sem sitja við borð þegar þeir eru í sjónvarpinu séu bara fínir fyrir ofan mitti og nú á faraldurstímum kannast áreiðanlega einhverjir við að vera í vinnufötum fyrir ofan mitti fyrir vinnufundi á meðan þau klæðast náttbuxum eða öðru þægilegu fyrir neðan mitti. En mistök Reeve voru að gefa almenn- ingi aðeins of nána sýn af því sem leynist bak við tjöldin. Mistök Reeve voru ekki sjáanleg fyrr en í lok innskots hans, en þau sáust vel og margir gerðu grín að uppákomunni. Reeve hefur sjálfur haft húmor fyrir óhappinu og gerði grín að því á Twitter, þar sem hann sagði að loksins hefði hann slegið í gegn, á hlægilegasta og vandræða- legasta hátt sem hægt er. Var bara á brókinni í beinni Nýbakað banana- og súkkulaði- brauð er freisting til að falla fyrir. Þótt vorsólin vermi okkur nú með geislum sínum er enn svalt í lofti. Því er notalegt að finna ilm af heitu og nýbökuðu bananabrauði með morgun- kaffinu eða þegar komið er inn úr göngutúr og gæða sér á bakstrin- um með fjölskyldu og vinum. Það er einfalt að baka bananabrauð og það bráðnar í munni. Svona er uppskriftin: 2 egg 2 dl sykur 3 dl hveiti ½ dl bráðið smjör ½ dl mjólk 2 tsk. vanilludropar 2 tsk. kanill 2 tsk. lyftiduft 2-3 þroskaðir bananar 100 g saxað suðusúkkulaði Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Blandið hinum hráefnunum vel saman við nema súkkulaðinu sem er sett síðast út í hrært deigið. Smyrjið kökuform og hellið deiginu í formið. Bakið við 180°C í 40 til 60 mínútur. Látið svo kólna í 15 mínútur áður en borðað er. Berið fram með smjöri, osti, sultu eða hvaða áleggi sem hugurinn girnist. Bananabrauð í helgarfríinu Hvaðan kom landnámsfólkið? Erum við öll norsk? MYND/GETTY Nú á meðan Borgarsögusafn er lokað vegna samkomu-banns er í staðinn boðið upp á ýmiss konar fjarfræðslu. Safnið hefur búið til mynd- band með fræðslu um uppruna Íslendinga. Samkvæmt rann- sóknum var Ísland upphaflega land innflytjenda. En hvaðan kom landnámsfólkið? Voru þetta allt heiðnir Norðmenn eða kom fólkið frá ólíkum menningarheimum? Þetta eru spurningar sem reynt er að svara í myndbandinu. Þar má hlýða á Jón Pál Björnsson, sagnfræðing og sérfræðing Land- námssýningarinnar, ræða um menningu, trú, þrælahald og við- horf á víkingaöld. Efnið er hugsað fyrir 7.-10. bekk en að sjálfsögðu geta allir haft gagn og gaman af því að horfa. Myndbandið má finna á þessari vefsflóð: vimeo. com/407743357. Hvaðan komu Íslendingar? - meiri upplifun! SUMARNÁMSKEIÐ SMÁRABÍÓS HVERT NÁMSKEIÐ ER Í VIKU Í SENN Mánudaga til föstudaga frá 8. júní til 17. ágúst kl. 12:30 -16:00 á Skemmtisvæði Smárabíós TILVALIÐ FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 6 TIL 10 ÁRA Verð: 20.000 kr. 15% systkinaafsláttur Frekari upplýsingar á smarabio.is/namskeid Leikjasal Lasertag Ratleik Andlitsmálun Virtualmaxx Blöðrugerð Útilasertag Rush Hópleiki Bíóferð SKIPULÖGÐ DAGSKRÁ ER ALLA DAGANA „Kári Jökull sagði að þetta væri skemmtilegasta námskeið sem hann hefur nokkurn tímann farið á :)“ “Snilldarnámskeið! Minn er svakalega ánægður og bara takk kærlega fyrir minn dreng” “Frábært námskeið!„ 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.