Fréttablaðið - 02.05.2020, Page 46

Fréttablaðið - 02.05.2020, Page 46
Fréttamaðurinn Will Reeve sýndi aðeins meira en hann ætlaði í út- sendingu ABC News í vikunni. Fréttamaður ABC News lenti í frekar vandræðalegri uppá-komu í vikunni þegar hann sýndi alheiminum óvart nakin lærin á meðan hann var að flytja fréttir að heiman. Fréttamaðurinn, Will Reeve, var klæddur í skyrtu og jakka en var buxnalaus og bjóst ekki við að myndavélin sýndi neitt fyrir neðan mitti. En því miður heppnaðist uppsetning hans á myndavélinni ekki sérlega vel, þannig að ber lærin voru í mynd. Sem betur fer var Reeve samt í boxer-nærbuxum. Það er algengt að fréttamenn sem sitja við borð þegar þeir eru í sjónvarpinu séu bara fínir fyrir ofan mitti og nú á faraldurstímum kannast áreiðanlega einhverjir við að vera í vinnufötum fyrir ofan mitti fyrir vinnufundi á meðan þau klæðast náttbuxum eða öðru þægilegu fyrir neðan mitti. En mistök Reeve voru að gefa almenn- ingi aðeins of nána sýn af því sem leynist bak við tjöldin. Mistök Reeve voru ekki sjáanleg fyrr en í lok innskots hans, en þau sáust vel og margir gerðu grín að uppákomunni. Reeve hefur sjálfur haft húmor fyrir óhappinu og gerði grín að því á Twitter, þar sem hann sagði að loksins hefði hann slegið í gegn, á hlægilegasta og vandræða- legasta hátt sem hægt er. Var bara á brókinni í beinni Nýbakað banana- og súkkulaði- brauð er freisting til að falla fyrir. Þótt vorsólin vermi okkur nú með geislum sínum er enn svalt í lofti. Því er notalegt að finna ilm af heitu og nýbökuðu bananabrauði með morgun- kaffinu eða þegar komið er inn úr göngutúr og gæða sér á bakstrin- um með fjölskyldu og vinum. Það er einfalt að baka bananabrauð og það bráðnar í munni. Svona er uppskriftin: 2 egg 2 dl sykur 3 dl hveiti ½ dl bráðið smjör ½ dl mjólk 2 tsk. vanilludropar 2 tsk. kanill 2 tsk. lyftiduft 2-3 þroskaðir bananar 100 g saxað suðusúkkulaði Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Blandið hinum hráefnunum vel saman við nema súkkulaðinu sem er sett síðast út í hrært deigið. Smyrjið kökuform og hellið deiginu í formið. Bakið við 180°C í 40 til 60 mínútur. Látið svo kólna í 15 mínútur áður en borðað er. Berið fram með smjöri, osti, sultu eða hvaða áleggi sem hugurinn girnist. Bananabrauð í helgarfríinu Hvaðan kom landnámsfólkið? Erum við öll norsk? MYND/GETTY Nú á meðan Borgarsögusafn er lokað vegna samkomu-banns er í staðinn boðið upp á ýmiss konar fjarfræðslu. Safnið hefur búið til mynd- band með fræðslu um uppruna Íslendinga. Samkvæmt rann- sóknum var Ísland upphaflega land innflytjenda. En hvaðan kom landnámsfólkið? Voru þetta allt heiðnir Norðmenn eða kom fólkið frá ólíkum menningarheimum? Þetta eru spurningar sem reynt er að svara í myndbandinu. Þar má hlýða á Jón Pál Björnsson, sagnfræðing og sérfræðing Land- námssýningarinnar, ræða um menningu, trú, þrælahald og við- horf á víkingaöld. Efnið er hugsað fyrir 7.-10. bekk en að sjálfsögðu geta allir haft gagn og gaman af því að horfa. Myndbandið má finna á þessari vefsflóð: vimeo. com/407743357. Hvaðan komu Íslendingar? - meiri upplifun! SUMARNÁMSKEIÐ SMÁRABÍÓS HVERT NÁMSKEIÐ ER Í VIKU Í SENN Mánudaga til föstudaga frá 8. júní til 17. ágúst kl. 12:30 -16:00 á Skemmtisvæði Smárabíós TILVALIÐ FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 6 TIL 10 ÁRA Verð: 20.000 kr. 15% systkinaafsláttur Frekari upplýsingar á smarabio.is/namskeid Leikjasal Lasertag Ratleik Andlitsmálun Virtualmaxx Blöðrugerð Útilasertag Rush Hópleiki Bíóferð SKIPULÖGÐ DAGSKRÁ ER ALLA DAGANA „Kári Jökull sagði að þetta væri skemmtilegasta námskeið sem hann hefur nokkurn tímann farið á :)“ “Snilldarnámskeið! Minn er svakalega ánægður og bara takk kærlega fyrir minn dreng” “Frábært námskeið!„ 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.