Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 30
Skólastjóri Selássskóla Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Selásskóla lausa til umsóknar. Selásskóli er hverfisskóli fyrir nemendur í 1.-7. bekk í Seláshverfi í Árbænum. Skólinn er staðsettur í rólegu og fallegu umhverfi þar sem stutt er í náttúruperlur, s.s. Elliðaárdal og Rauðavatn. Í skólanum eru um 220 nemendur og þar starfa um 40 starfsmenn. Kjörorð skólans, Látum þúsund blóm blómstra, fela í sér umhyggju fyrir nemendum og ríkur vilji er til að styðja sem best við framfarir, þroska og vellíðan þeirra. Gildisáherslur Selásskóla eru ánægja - vellíðan, samvinna - samábyrgð. Selásskóli setur sér það markmið að vera í fararbroddi íslenskra skóla í lestrarkennslu og læsisnámi nemenda. Skólinn vinnur að eflingu upplýsinga- og samskiptatækni, tekur þátt í þróunarverkefnum í upplýsingatækni og er viðurkenndur E-Twinning skóli. Mikil áhersla er lögð á umhverfismennt og náttúruvísindi sem endurspeglast m.a. í Grænfánaverkefninu sem skólinn tekur þátt í og þróunarverkefninu Heimahagar sem er samvinnuverkefni Selásskóla og leikskólanna í hverfinu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á grunnskólastarfi. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Ragnheiður E. Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is Helstu verkefni og ábyrgð: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið kennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Frístundamiðstöð Seltjarnarness Forstöðumaður unglingastarfs frístundamiðstöðvar – 80% starf frá 1. ágúst 2020. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Starfsmaður sér um daglegan rekstur og stýrir faglegu starfi félagsmiðstöðvarinnar Selsins, hefur umsjón með ungmennaráði bæjarins og sumarstörfum. Menntunar og hæfniskröfur • Háskólamenntun í tómstundafræðum, uppeldisfræðum eða sambærilegt nám. • Reynsla af störfum með börnum, unglingum og ungmennum. Frístundaleiðbeinendur, hlutastörf með börnum á aldirnum 6-12 ára – frá 15. ágúst 2020. Nánari upplýsingar um starfið og skil umsóknar má finna á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is – Störf í boði Umsóknarfrestur er til 17. maí 2020. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga. Seltjarnarnesbær Laus störf seltjarnarnes.is Leitað er að öflugum aðila sem er tilbúinn til að taka þátt í þeirri spennandi vegferð sem framundan er hjá fyrirtækinu. FRAMLEIÐSLUSTJÓRI Helstu verkefni og ábyrgð: • Daglegur rekstur framleiðsludeildar • Yfirumsjón með allri framleiðslu • Ábyrgð á mannauðsmálum framleiðsludeildar • Skipulagning og þróun á verkferlum • Samskipti og samningar við birgja Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi t.d. í verkfræði, lyfjafræði eða matvælafræði • Víðtæk reynsla af stjórnun er skilyrði • Þekking á gæðamálum • Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum • Mikil færni í mannlegum samskiptum og reynsla af starfsmannamálum • Stefnumótandi og árangursmiðuð hugsun • Hæfileikar til að skapa sterka liðsheild Hjá Ísteka ehf. er unnið við þróun og framleiðslu á próteinlyfjum (biologics) og mælisettum (diagnostic kits) fyrir erlenda markaði. Starfsemin er GMP-vottuð og framleiðsluferlar og starfshættir samþykktir af lyfjastofnunum út um allan heim, m.a. af FDA í USA. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is 2 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.