Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 6
I samvinnu við: STÆRSTI DANSVIÐBURÐUR NORÐURSINS dansbandsveckan.se SAMFELLDUR DANS Í 7 KVÖLD 6 DANSGÓLF UNDIR ÞAKI SVÍÞJÓÐ, MALUNG, 12.-18. JÚLÍ 2020 82 HLJÓMSVEITIR Pakkaverð í boði frá 75.700 kr. Nánari upplýsingar gefur Gunnar í síma: 863 5100 HVERAGERÐI Hjón ein í Hveragerði, fá ekki fasteignagjöld af eign sinni á efri hæð Austurmarkar 2 þar í bæ felld niður. Hjónin sendu bænum bréf í upp- hafi mánaðar þar sem þau fara fram á niðurfellingu fasteignagjaldanna en bærinn telur sér ekki fært að fella gjöldin niður. Í bréfinu kemur fram að hjónin hafi varla verið búin að draga síð- asta pensilfarið við endurbætur þegar félagsmaður Sjálfstæðis- félagsins Ingólfs kvartaði yfir fyrir- hugaðri starfsemi til byggingar- fulltrúa. Hjónin ætluðu að leigja fyrirtækinu Kjöt og kúnst salinn. Í ljós kom að lögboðna flóttaleið vantaði og eldvarnarhurð í sameign. Austurmörk 2 stendur á góðum stað í bænum og ákváðu hjónin að kosta meiru til í samráði við arkitekt hússins til að uppfylla lögboðnar skyldur. Segja hjónin að Sjálfstæðisfélagið, sem eigi 15,73 prósent í eign sunnan megin við eignina og verði aldrei vart við flóttaleiðir sem séu norðan megin, neiti þó að skrifa undir leyfi fyrir framkvæmdinni. Því sé ekki hægt að nýta atvinnuhúsnæðið. Byggingafulltrúi neiti að taka málið fyrir enda ekki samþykki fyrir flóttaleiðinni og hnífurinn því kyrfilega fastur í kúnni. „Við vitum ekki alveg hvað á að halda eða hvers konar þvingun er hér á ferðinni,“ segir í bréfi hjónanna. Eign þeirra standi algjör- lega ónotuð og skilning vanti og velvilja til að leysa málið. „Það er þó ljóst að ekkert verður úr starfsemi á hæðinni. Bærinn er búinn að skora á okkur að nýta ekki húsnæðið f lóttaleiðalaust og þeir aðilar sem áttu pantað húsnæði fyrir fermingar, brúðkaup og fleira sem fært hefur verið vegna COVID- 19 fram á haustið geta ekki nýtt sér þjónustu okkar. Vegna þessa erum við að óska eftir niðurfellingu á fasteignagjöld- um,“ skrifa hjónin. Í fundargerð bæjarstjórnar segir að því miður sjái bæjarstjórn sér ekki fært að fella niður fasteigna- gjöld en hvetur eigendur í húsinu til að ná niðurstöðu í málinu. – bb Fá fasteignagjöld ekki felld niður þrátt fyrir að geta ekki nýtt húsnæði sitt Hjónin segja í bréfinu að málið hafi tekið marga mánuði og ekkert gengið né rekið þann tíma. Engin lausn á málinu sé sjáanleg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Eign hjónanna stendur algerlega ónotuð og skilning vanti og velvilja til að leysa málið. SAMGÖNGUR Sannkölluð spreng- ing hefur orðið í sölu rafskúta, eða rafmagnshlaupahjóla, hér á landi annað árið í röð. Ljóst er að Íslend- ingar eru óðir í hjólin og seljast þau eins og heitar lummur. Í apríl var tíföld sala á rafskútum miðað við upphaf legar áætlanir og hafa rafskútuleigur stækkað þjónustu- svæðin sín til að mæta eftirspurn. Rafskútuleigan Hopp stækkaði sitt þjónustusvæði síðastliðinn laugardag þegar góða veðrið mætti í bæinn. Svæðið nær nú frá Sel- tjarnarnesi í Skeifuna sem er tvöfalt stærra svæði en áður. Þessa dagana má sjá ótalmarga Íslendinga þeytast um götur borgarinnar á grænum, svörtum og hvítum rafskútum. „Við fjölgum og fækkum hjólum eftir eftirspurn. Við byrjuðum með 100 hjól en þau eru ekki lengur á götunni. Nú eru ný hjól á götunni með útskiptanlegum raf hlöðum. Það auðveldar reksturinn. Í sumar verðum við með starfsmenn á hlaupahjólum að skipta út raf- hlöðum og þá þurfum við ekki að taka þau inn af götunni. Svolítið skemmtileg sumarvinna hjá okkur,“ segir Ægir Þorsteinsson, einn eig- enda Hopps. Ægri segir langf lesta notendur hérlendis vera Íslendinga. Það átti einnig við fyrir tíma sam komu- banns en í fyrra voru rúmlega 85 prósent notenda með íslensk númer. Ægir segir Hopp alltaf leggja áherslu á íslenska neytendur. „Okkar helsta markmið er að berjast við mengun einkabílsins. Við viljum bjóða Íslendingum upp á annan valmögu- leika sem er fljótlegur, þægilegur og umhverfisvænn.“ Eru dæmi um að sveitarfélög á landsbyggðinni hafi skoðað mögu- leika á rafskútuleigum. Vinsælustu hjólin til sölu á Íslandi eru Xiaomi-hjólin. Xiaomi er kín- verskt risafyrirtæki sem framleiðir einnig farsíma og önnur raftæki. Swagtron er annað tiltölulega nýtt merki sem er í boði á Íslandi en það kemur frá bandarísku fyrirtæki sem bauð fyrst vottuð rafmagnssvif- bretti til sölu þarlendis. Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Elko, segir raf- skútur vera þann vöruflokk sem er með mestu aukninguna í dag. „Við höfum selt margfalt magn frá því í fyrra og það var tíföld sala núna í apríl miðað við upphaflegar áætlanir fyrir sumarið. Ég myndi áætla að heildarmarkaðurinn á Íslandi væri sirka tíu til fimmtán þúsund hjól á þessu ári.“ Óttar Örn segir mismunandi gerðir fyrir fullorðna og börn. Best sé fyrir fullorðna að nota hjól með öflugum mótor og meiri rafhlöðu- endingu og passa þarf að hjólin þoli meiri þyngd. Fyrir yngri hópa eru bæði til hjól með handvirkri inn- gjöf sem og sjálfvirkri inngjöf þar sem nóg er að ýta sér áfram til að mótorinn hjálpi. Hlaupahjólin eru seld með loft- fylltum dekkjum en hægt er að kaupa gegnheil dekk sem eru betri fyrir gróft yfirborð. Loftfyllt dekk eru töluvert betri ef hjólað er á mal- biki og gangstéttum með tiltölulega sléttu yfirborði. Búist er við skorti í sumum verð- flokkum til skamms tíma þar sem það reynist erfitt að fá hjól í Evrópu. Verið er að leita allra leiða til að eiga nóg til í sumar. ingunnlara@frettabladid.is Sala rafskúta hefur stóraukist Rafskútuæðið er ekkert að dvína en sprenging hefur orðið í sölu og leigu rafskúta annað árið í röð. Raf- skútuleigan Hopp stækkar þjónustusvæði sitt og Elko selur tíu sinnum fleiri hjól en gert var ráð fyrir. Dæmi eru um að sveitarfélög á landsbyggðinni hafi skoðað möguleika á að starfrækja rafskútuleigur. MYND/HARI Ég myndi áætla að heildarmarkaður- inn á Íslandi væri sirka tíu til fimmtán þúsund hjól á þessu ári. Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Elko Mygla í Fossvogsskóla veldur enn deilum milli borgar og foreldra. REYKJAVÍK Reykjavíkurborg hefur svarað fulltrúum skólaráðs og for- eldrafélagi Fossvogsskóla um upp- lýsingagjöf varðandi húsnæðismál skólans og er beðist afsökunar á töfum. Leitað hafði verið til lög- manns vegna skorts á svörum um húsnæðið, sem var lokað að hluta vegna myglu í mars í fyrra eftir að börn veiktust. Kostnaður vegna framkvæmda nemur um 500 millj- ónum króna. Í svarinu kemur fram að engar sýnatökur verði gerðar við verklok- in en að Heilbrigðiseftirlitið muni taka húsnæðið út. Framkvæmdum sé nú lokið nema á gluggavegg í hluta skólans, framkvæmd á þak- glugga, við frágang á lóð og yfir- borði og í matsal. Þessu ljúki í júní. Karl Óskar Þráinsson, formaður foreldrafélagsins, segir málinu engan veginn lokið og bréfið svari ekki þeim grunnspurningum sem legið hefði á að fá svör við. „Það eru vonbrigði að stærsti vinnuveitandi landsins skuli svara svona seint og með svona ókláruðu plaggi,“ segir hann. „Fram kemur að engar sýna- tökur verði gerðar þegar það er klárlega eitthvað að í húsnæðinu, viðbrögð nemenda og starfsfólks benda sterklega til þess,“ segir Karl. – khg Foreldrar ekki sáttir við svör Það eru vonbrigði að stærsti vinnu- veitandi landsins skuli svara svona seint. Karl Óskar Þráinsson, formaður foreldrafélags Fossvogsskóla 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.