Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 18
Flottir íþróttamenn á fimmtugsaldri Guðjón Valur Sigurðsson er hættur í handbolta 41 árs gamall. Guðjón Valur er þó ekki eini heimsklassa íþróttamaðurinn sem hefur spilað svo lengi eins og Fréttablaðið komst að. Nokkrir hafa afrekað að vera í hópi þeirra allra bestu, komnir á fimmtugsaldurinn. Öryggisíbúðir Eirar til langtíma leigu Grafarvogi Reykjavík Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.  522 5700 milli 8:00 og 16:00 virka daga. Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 eða sendið fyrirspurn á netfangið sveinn@eir.is Nokkrar tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík. Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík. Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík. • Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima. • Öryggisvöktun allan sólarhringinn. • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð. • Góðar gönguleiðir í nágrenninu. Guðjón Valur Sigurðsson Stór hluti landsmanna veit ekki hvað handbolti er án Guðjóns Vals Sigurðssonar. Guðjón Valur spilaði lengst af í Þýskalandi en náði ekki að vinna landstitilinn þar fyrr en árið 2013 þegar hann spilaði með Kiel. Eftir að Guðjón Valur komst á bragðið vann hann landstitla næstu árin bæði í Þýskalandi og á Spáni með Barcelona, einu besta liði heims. 39 ára gamall samdi hann við stórlið PSG og vann sinn síðasta stóra titil nú þegar tímabilið í Frakklandi var blásið af, 41 árs gamall. Tom Brady Leikstjórnandinn er óumdeilan- lega besti NFL-leikmaður sög- unnar og hefur verið á toppnum í 20 ár, farið níu sinnum í leikinn um Ofurskálina og unnið hana sex sinnum. Síðasta Super Bowl-titil- inn vann Brady í fyrra, þá 41 árs. Martina Navratilova Tékkneski Bandaríkjamaðurinn hafði yfirburði yfir keppinauta sína á bestu árum sínum. Hún lagði spaðann á hilluna árið 1995 en sneri aftur árið 2000, þá 44 ára, og átti eftir að vinna tólf risamót. Það síðasta tæplega fimmtug 2006. Vince Carter Carter er eini maðurinn sem spilað hefur á fjórum áratugum í NBA- deildinni. Hann kom inn í deildina árið 1998 og varð fertugur í janúar 2017. Carter skorar enn mikið. Phil Mickelson Kylfingurinn magnaði var orðinn 43 ára þegar að hann vann Opna breska meistaramótið í fyrsta sinn árið 2013. Sama ár vann hann Opna banda- ríska mótið með þriggja högga mun í baráttu við Henrik Stenson. Dara Torres Torres synti sig inn í hjörtu heimsins á Ólympíuleikunum árið 2008 þegar hún vann þrjú silfur, 41 árs gömul. Merkilegt var að hún keppti á sínum fyrstu leikum árið 1984 og hætti að keppa í sjö ár, 2000-2007, vegna barneigna. Jaromír Jágr Tékkinn er einn besti íshokkíleikmaður sögunnar og er enn að í heima- landinu, 48 ára gamall. Árið 2013 spilaði hann 41 árs í úrslitum um Stan- ley-bikarinn, úrslitaeinvígi NHL-deildarinnar. Algjör goðsögn á ísnum. Randy Couture Fyrrverandi ólympíski glímumað- urinn sló í gegn í UFC en hætti árið 2005. Hann sneri aftur tveimur árum síðar, þá 43 ára gamall, og barðist um heimsmeistaratitilinn. 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.