Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 20
MITT RÁÐ Á ÞESSUM TÍMAMÓTUM ÞAR SEM SAMFÉLAGIÐ LIFNAR VIÐ Á NÝ ER AÐ ÞÚ STALDRIR VIÐ OG TAKIR STÖÐUNA FYRIR ÞIG. Þr íeyk ið hef u r leit t okkur á ábyrgan en umhyggjusaman hátt í gegnum þennan furðu-lega tíma og eftir því sem nær líður degi aukins frelsis léttist lundin og fólk virðist almennt tilbúið og jafn- vel byrjað að taka fagnandi á móti sumri og sól. En ef við horfum til baka þá hefur þessi tími verið alls konar. Það er nefnilega merkilegt hvað hann hefur þýtt mismunandi hluti fyrir fólk. Á meðan hluti fólks hefur þurft að sinna vinnu sinni heima hafa aðrir misst vinnuna. Enn aðrir hafa starfað áfram, en undir enn meira álagi en nokkru sinni fyrr á meðan enn annar hópur hefur verið frá vinnu að einhverju eða öllu leyti. Það væri hægt að telja lengi upp þær mismunandi aðstæður sem þetta ástand hefur skapað með ólíkum afleiðingum fyrir fólk, líðan þess og möguleika. Fyrir utan það auðvitað að margir hafa glímt við alvarleg veikindi og í alvarlegustu tilfellunum hafa því miður sumir þurft að kveðja ástvini vegna COVID-19. Fyrir f lesta bar þetta ástand með sér meiri tíma heima. Það sem við erum að sjá þessa dagana er að það hefur skapast nokkuð þung undir- alda í samfélaginu undanfarnar vikur. Áhrif einangrunar, innilok- unar, félagslegrar fjarlægðar, óvissu og kvíða varðandi bæði heilsu og afkomu hafa verið mikil og kannski meiri en fólk gerir sér sjálft grein fyrir. Óvissan um hvað tekur svo við er líka óþægileg þó fólk reyni að bægja henni frá sér. Þessi áhrif geta svo auðveldlega grafið sér leið inn í líf fólks og haft áhrif á daglega líðan, skap og samskipti án þess að það átti sig á því hvað er að gerast. Áhrifin birtast næstu mánuði Mér finnst líklegt að áhrifin af þessu haldi áfram að sýna sig í einhverja mánuði til viðbótar, jafnvel lengur. Sérstaklega hjá þeim sem hafa þurft að takast á við meira álag eða meiri einangrun og áföll. Þeir sem stíga ölduna á meðan þarf, gefa nefnilega stundum eftir þegar álaginu sleppir. Þegar á að fara að njóta og sólin og gleðin að taka við, þá slaknar á fólki og þreytan og hugsanirnar fá pláss. Það alvarlegasta í þessum málum er að við erum að sjá fjölgun barna- verndarmála og mikla aukningu í tíðni og alvarleika heimilisofbeldis. Þetta er þó ekki alslæmt. Síður en svo. Það fegursta sem komið hefur út úr þessum tíma er dýrmæt og aukin samvera margra fjölskyldna. Það er aukin ró og vandaðri for- gangsröðun. Ótal margir sem döns- uðu á línu örmögnunar fengu kær- komna hvíld og andlega næringu í faðmi sinna nánustu. Við erum að sjá fólk skapa sem aldrei fyrr, gefa af sér á ótrúlega fal- legan máta, endurmeta gildi sín og fjölskyldunnar og skilgreina lífs- gæðin upp á nýtt. Ég er ekki frá því að f lestir haf i jafnvel líka lært aðeins betur að nýta sér tækni til að bæta og auka samskipti í lífi og starfi. Vinnustaðir sem skiptu upp st ar fsmannahópnu m og virtu tveggja metra regluna eru jafnvel að sjá vinnufriðinn skila f leiri gæðaverkum en yfirvinna Tækifærin í breytingum Slakað verður á samkomubanni á mánudaginn en Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur mælir með því að við nýtum tækifærin í breytingum og aukum lífsgæði okkar til frambúðar. Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur hjá Sálfræðingum Höfðabakka segir líklegt að áhrif samkomubannsins haldi áfram að sýna sig í einhverja mánuði til viðbótar, jafnvel lengur, og vill að við nýtum þau til góðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR tímabilsins á undan. Þá hefur verið gott að sjá fólk einnig forgangsraða heilsu, sinna útiveru og því að leika með börnunum sínum og vonandi halda sem flestir í þessar breytingar. Eins og í samkomubanni þá verður veruleikinn eftir það líklega einnig mismunandi fyrir fólk enda hægði lífið verulega á sér hjá sumum á meðan það gaf í hjá öðrum. Það er því mikilvægt að vera vakandi fyrir því að við munum koma í mismun- andi ástandi undan þessum tíma. Tími til að hlusta og taka eftir Kannski verður hægt að nota orðið fordæmalaust, ekki bara um ástandið heldur einnig um afleið- ingar þess. Sumir munu koma ljómandi glaðir og endurnærðir til baka í sinn kunnuglega takt á meðan aðrir taka á móti sumri með tankinn tóman og þanið taugakerfi. En hvað þýðir þetta fyrir okkur sem þjóð? Getum við staðið saman þegar við höfum gengið svo ólíka slóða þessa leið? Kannski það sé einmitt mergur málsins og lausnin um leið. Þannig er það nefnilega eiginlega alltaf. Fólk er svo ólíkt en við gleymum því stundum hvað það þýðir. Nú er tíminn til að hlusta og taka eftir. Gefum okkur ekki að forsenda mín sé þín. Verum til staðar og gefum öðrum leyfi (kannski loks- ins) til að vera til staðar fyrir okkur. Hættum að gera ráð fyrir, giska og telja okkur vita hvað þessi meinar eða hinn vill. Kannski þetta sé tæki- færi til að taka eftir að allir upplifa allt á sinn einstaka máta. Það að ganga saman í gegnum erfiðleika þýðir nefnilega ekki að við höfum upplifað þá eins eða lært af þeim sömu lexíurnar. Ef þessi tími kenndi okkur eitthvað þá er það kannski hversu tengd við erum. Hvernig við þurfum öll á hvert öðru að halda. Hversu sterk náttúran er og mannskepnan brothætt, en mögnuð um leið. Mitt ráð á þessum tímamótum þar sem samfélagið lifnar við á ný er að þú staldrir við og takir stöðuna fyrir þig. Hvaða reynslu ert þú með í far- teskinu eftir þennan tíma? Lærðir þú nýjar venjur sem þú vilt halda í eða saknar þú þess sem þú áður gerðir? Hlakkar þú til að hitta fólk og takast á við hversdagsleg störf eða kvíðir þú því og óttast að streit- an taki yfir aftur? Skoðaðu hug þinn og gerðu þær breytingar sem þarf til að geta lifað í samræmi við það sem passar fyrir þig. Endilega gerðu það sama með fjölskyldunni, þar er einnig hægt að nýta sér fullt af góðum verkefnum á vefsíðunni sterkariutilifid.is og vinna með börnunum sem einnig geta þurft hjálp. Fram undan er nefnilega aftur tími breytinga, nýtum tækifærið og högum breytingunum þannig að þær auki lífsgæði okkar og fólksins okkar. Helgi Björns og Reiðmenn Vindanna skemmta þjóð-inni í síðasta sinn heima í stofu í kvöld, laugardagskvöld. Um er að ræða sjöunda skiptið sem þeir félagar ásamt góðum gestum halda úti kvölddagskrá í samkomubanni því sem sett var á í mars. Mikil leynd ríkir yfir því hverjir eru gestir kvöldsins í hvert sinn og að sögn Stefán Más gítarleik- ara sveitarinnar heldur Helgi því leyndu jafnvel fyrir sveitinni þar til á æfingu daginn áður. Síðasta Heima með Helga Björgvin Halldórsson var annar þeirra sem mættu heim til Helga síðustu helgi. MYND/BJARNI GRÍMSSON Hrafn Thoroddsen leikur bæði á gítar og píanó með Helga en hann hefur gert garðinn frægan með sveitunum Jet Black Joe og Ensími. Þorvaldur Þór Þorvaldsson tromm- ari er sérstakur lánsmaður í þessu verkefni og heldur um ýmsan áslátt. Ingólfur Sigurðsson, trommari Reiðmannanna, sló fyrst í gegn í sveitinni Rauðir fletir og hefur um árabil verið eftirsóttur í sínu fagi. Um er að ræða eitthvert vinsæl- asta sjónvarpsefni sem birst hefur á skjánum hér á landi. Þjóðin hefur dillað sér heima í stofu síðustu laugardagskvöld og má ætla að engin undantekning verði á því í kvöld þegar síðasta skiptið rennur upp. Viðbrögðin á Twitter hafa verið frábær og þau bestu valin til að birt- ast á sjónvarpsskjám landsmanna en hægt er að skoða öll viðbrögðin undir myllumerkinu #heimamed- helga. 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.