Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 28
Það spýttu allir í lófana, við eigum alveg sjúklega góða nágranna og vini sem ákváðu að taka smá áhættu með okkur og við reyndum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð og svona. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Þegar Sigríður, eða Sigga eins og margir þekkja hana, hafði nýlokið fæðingarorlofi með yngri dóttur sína, fór fjölskyldan í það verkefni að flytja og koma sér fyrir á nýju heimili. „Við byrjuðum mars á því að fá afhenta íbúð og fórum í framkvæmdir. Við rifum niður veggi og bjuggum í bíl­ skúr um miðjan mars og fram að páskum á meðan það var verið að framkvæma og við krosslögðum fingur að enginn myndi smitast í þeim aðstæðum. Það tókst.“ Þetta verður allt í lagi Þá var í nógu að snúast, að flutn­ ing unum undanskildum. „Á meðan var ég að kenna áfanga sem heitir Rödd og texti á leiklistar­ braut í FG á netinu með Zoom og er í námi sjálf í Lista háskólanum á Zoom og Teams. Þann ig að fram að páskum var ást and ið ansi skraut­ legt. Mantran mín þá daga var því: Við erum öll, allur heimurinn, í þessu saman, þetta verður allt í lagi og það eru allir bara ljótir á fundum á netinu,“ segir Sigga og hlær. „Það sem bjargaði mér líka dálítið var að ég mætti í þjálfun Ætlar ekki að halda afmæli í Zoom Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leiklistarkennari, háskólanemi, söng- og leikkona, hefur undanfarnar vikur verið önnum kafin við að koma sér fyrir á nýju heimili ásamt fjölda annarra verkefna. Sigríður Eyrún segir fjölskyld- una himinlif- andi með nýja heimilið. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI á netinu með leikfimihópnum mínum í Hreyfingu sem Dísa Dungal leið ir, þá hélt ég í einhverja rútínu, ann ars hefði ég örugglega farið yfir um.“ Það getur varla verið einfalt að flytja í miðjum heimsfaraldri en með dyggri aðstoð vina og vanda manna og fjárfestingu í iðn aðarmönnum hafðist þetta. „Það spýttu allir í lófana, við eigum alveg sjúklega góða nágranna og vini sem ákváðu að taka smá áhættu með okkur og við reyndum að halda okkur í tveggja metra fjar lægð og svona. En eins og að brjóta niður veggi og þannig tók rosalega stuttan tíma,“ segir Sigga. „Svo vorum við með iðnaðar­ menn í vinnu, við ákváð um að eyða öllum peningunum sem við áttum í það og borga, þannig að þetta myndi gerast hratt. Það er auðvitað margt lokað þannig að það er enn þá pínu allt úti um allt, innréttingin er ekki öll komin og þannig en vá, við erum í geggjað fínni íbúð með æðislegum gólfum, hún er nýmáluð og okkur líður vel. Við erum líka komin með flyg il í stofuna og getum spilað og sung ið,“ segir Sigga létt í bragði en eiginmaður hennar Karl Olgeirs­ son hefur starfað við tónlist um árabil. Komin af stað í súrdeiginu Það hefur gengið vel hjá þeim hjónum að púsla öllu sam an. „Kalli er tónlistarstjóri í Kardimommu­ bænum í Þjóðleikhúsinu og það frystist allt. Við fengum enga pössun eins og ég hafði gert ráð fyrir á lokasprettinum í náminu en á móti kom að Kalli er heima. Hann hefur getað nýtt tímann þegar hún sefur og skotist frá að taka upp eitt og eitt lag og semja á fullu. Við kvörtum ekki, maður sakn ar nátt­ úrulega vina og fjölskyldu en okkur líður rosavel.“ Þegar Sigga er spurð að því hvort hún hafi getað nýtt tímann í eitt­ hvað annað en flutninga, segir hún að það hafi verið eitthvað lítið um það. „Það eru allir að tala um að þau hafi svo mikinn tíma og hafa jafn­ vel klárað allt á Netflix en ég kann­ ast ekki við það, ég hef aldrei verið svona upptekin. Ég er líka nýkomin úr fæðingarorlofi svo það er ekki mikil breyting þar á, ég var farin að baka súrdeigsbrauð í orlofinu áður en þetta ástand kom til sögunnar. Núna er ég aðeins að færa mig yfir í súrdeigspitsur, það er svona eina þróunin.“ Núna hefur f lestum viðburðum verið af lýst næstu mánuðina. Hvers saknarðu mest? „Ég sakna þess rosalega að fara í leikhús. Ég er búin að vera að horfa mikið á leikhúsið á netinu vegna námsins og til að senda á nemendur og þá áttar maður sig á hvað það er mikilvægt að vera á staðnum hvað leikhús snertir, það er bara ekki það sama að horfa á þetta á skjá. Ég sakna líka mikið að geta rölt niður á Kex og farið á djasstónleika og séð live­tónlist. HönnunarMars hefur líka alltaf verið skemmtilegur og nóg af tónleikum sem maður hefði viljað sjá. Vonandi fer maður að geta kíkt meira út.“ Þá styttist í afmæli Siggu og óráðið er hvernig því verði fagnað. „Ég er að gæla við að fá nokkrar vel valdar vinkonur í garðinn ef veður leyfir. Ég get ekki fleiri Zoom­fundi og ætla ekki að halda upp á afmælið í Zoom. Ég verð allavega með Kalla og stelpunum, nema veðrið bjóði upp á annað,“ segir Sigga og bætir við að Kalli leggi alltaf mikið upp úr afmælinu hennar. „Kalli dekrar alltaf rosalega við mig á afmælinu. Hann vaknar fyrir allar aldir og gerir svakalegan dögurð, sama hvaða dagur er. Ég er heppinn að eiga afmæli á laugardegi núna svo ég þarf ekki að vera með allt of mikið samviskubit yfir því að hann fari á fætur of snemma.“ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.