Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 67
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Í tillögunni eru afmörkuð og skilgreind
hverfisverndarsvæði í dalnum, gerð grein
fyrir helstu göngu- og hjólastígum ásamt
nýjum þverunum yfir Elliðaárnar og helstu
útivistar- og áningarstaðir skilgreindir.
Markmið fundarins er að kynna tillögu að
deiliskipulagi og skýra ákveðna þætti í
henni, til að mynda göngu- og hjólastíga.
Fulltrúi frá Landslagi ehf. kynnir tillögu
að deiliskipulagi fyrir borgargarðinn í
Elliðaárdal. Leiðarljósin í skipulaginu eru
náttúra og lífríki, útivist og upplifun og
menning og arfleið. Lokadagur til að
senda inn athugasemdir eru 18. maí
á netfangið skipulag@reykjavik.is
Kynningarfundur á deiliskipulagi
fyrir borgargarðinn í Elliðaárdal
Streymisfundur miðvikudaginn 6. maí kl. 17.00
á reykjavik.is/ellidaardalur og á facebook.com/Reykjavik þar sem jafnframt
er hægt að senda inn stuttar fyrirspurnir.
Pantið hjá okkur fyrirfram í gegnum tölvupóst eða
Facebook, þar sem einnig má sjá úrval dagsins. Við
hlökkum til að taka á móti ykkur!
Við í Djúpinu sjáum fjölmörgum veitingastöðum, fyrirtækjum og
mötuneytum fyrir fisk en bjóðum nú einnig einstaklinga velkomna
í vinnsluna til okkar þar sem þeir geta keypt milliliðalausan fisk á
frábæru verði. Úrvalið breytist dag frá degi og í borðinu hjá okkur
er alltaf það ferskasta hverju sinni.
Hvernig hljómar spriklandi ferskur
fiskur beint úr vinnslu?
Djúpið fiskvinnsla - Fiskislóð 28 - 101 Reykjavík
panta@djupidfiskvinnsla.is
facebook.com/djupidfiskvinnsla
hjá Júlíu í Amsterdam. Við í band-
inu fórum því þangað með lest í
febrúar. Á bak við myndbandið er
mjög smátt en kröftugt teymi og
mikill fjölskyldubragur þar sem
bróðir Júlíu, Ágúst Ari, var DOP og
mamma hennar Alda B var fram-
leiðandinn. Þetta voru mjög góðir
dagar þarna í Amsterdam, sem mér
þykir enn vænna um núna í ljósi
þess að það er örugglega mjög langt
þangað til við fáum að hittast aftur,“
segir Ásdís.
Hljómsveitarmeðlimum Banglist
kynntist Ásdís í BIMM, sem er tón-
listarskólinn sem hún útskrifaðist
frá í Berlín.
„Við erum ótrúlega ólík öll fjögur
en það er held ég það sem gerir það
svo skemmtilegt að vinna saman.
Það er náttúrulega mjög erfitt að
vera saman í hljómsveit en eins og
kallarnir í Rammstein segja, sem
er eina hljómsveitin sem er svona
langlíf sem hefur aldrei skipt eða
bætt við meðlimi, þá snýst þetta
um beitta hreinskilni og mikið af
sálfræðimeðferðum. Maður þarf
að vera viss um áætlanir sínar og
reyna að koma þeim til skila án þess
að traðka á öðrum, maður þarf að
vera tilbúinn að taka á móti gagn-
rýni á hverjum degi.“
Langar heim í sumar
COVID-19 hefur sett svip
sinn á lífið í Berlín líkt
og alla heimsbyggð-
ina.
„Það er enn
þá f u llt af
fólki á göt-
u nu m en
bara allir
með grím-
ur. Í sein-
ustu viku
voru litlar
versla nir
o p n a ð a r
a f t u r e n
h á m a r k s -
f jöldinn inni
í þeim er samt
þrír þannig að það
eru enn þá bilaðar raðir
úti um allt. Maður getur
eiginlega ekki skroppið
neitt lengur, það er rosa
svaðilför að fara og
kaupa í matinn og svo-
leiðis. En við sjáum ekki mjög mikið
af Berlín þessa dagana, við erum
bara tvö hér með tvo kisa, annað-
hvort að skrifa tónlist eða horfa á
Survivor,“ segir hún.
Ásdís segir að þessir breyttu
tímar hafi vissulega reynst henni
krefjandi, þá sérstaklega tilfinn-
ingalega.
„Ég á það til að vera svolítið inni
í hausnum á mér og of hugsa og
það hefur náttúrulega bara aukist
núna. Mig langar mjög oft að hlaupa
heim til mömmu og aldrei hugsa
um þessa veiru framar. En þetta er
samt einhvern veginn líka búið að
vera mest gefandi tíminn í lífi mínu.
Öll verkefni sem voru sett á ís f lugu
af stað og það er allt í einu brjálað
að gera við að semja. Ég þori ekki
einu sinni að hugsa um að kaupa
flug þegar þetta er allt svona óvíst,
en mig langar rosa mikið að koma
heim í lok sumars.“
Uppgötvaði íþróttaálfinn í sér
Hún hikar ekki þegar hún er innt
eftir sínu helsta áhugamáli.
„Bara að semja, semja, semja, það
er það skemmtilegasta sem ég geri.
Það að semja fyrir annað fólk er svo
frelsandi, allavega fyrir mig því þá
fæ ég að gera alls konar tónlist. Ég er
líka að reyna að æfa mig í að skrifa
af því að ég fæ svona þúsund hug-
myndir á dag um þætti og bíómyndir
og alls konar efni. Ég er einmitt núna
að skrifa „kinkí“ söngleik sem
ég vona að ég geti sýnt á
næsta ári.
Í þ e s s u
C O V I D -
á st a nd i er
ég búin að
uppgöt va
l í t i n n
íþróttaálf
í mér, geri
æfingar á
h v e r j u m
degi núna.
ó t r ú l e g a
úr karakter
miðað við að
ég átti kort í
World Class sem
ég borgaði af í ár og
ég sver að ég mætti ekki
einu sinni í ræktina,“
segir hún.
Framtíðardraumur-
inn er líka skýr; Ásdísi
langar að halda áfram
að semja tónlist.
„Mig langar að vera að semja lög
fyrir stærstu poppstjörnur í heim-
inum og ég verð að komast á Tony-
verðlaunin einu sinni í lífinu. Mig
langar að semja tónlist fyrir allt sem
þarf tónlist; bíómyndir, tölvuleiki,
leikrit og söngleiki. Það er eiginlega
ekkert sem hægt er að nefna sem
ég væri ekki til í að prófa, hljómar
kannski smá ákaft, en það er samt
satt.“
Hægt er að sjá myndbandið við
Turn the lights down á myndbanda-
veitunni YouTube.
steingerdur@frettabladid.is
Hér kemur hún fram
á hinum vinsæla stað
Badehaus ásamt
Banglist.
MAÐUR ÞARF AÐ VERA
VISS UM ÁÆTLANIR
SÍNAR OG REYNA AÐ KOMA ÞEIM
TIL SKILA ÁN ÞESS AÐ TRAÐKA
Á ÖÐRUM, MAÐUR ÞARF AÐ
VERA TILBÚINN AÐ TAKA Á
MÓTI GAGNRÝNI Á HVERJUM
DEGI.
Bak við
tjöldin við gerð
tónlistarmynd-
bandsins, en stuttur
tími gafst í gerð
þess. MYND/
SIGURÐUR ERIK
L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43L A U G A R D A G U R 2 . M A Í 2 0 2 0