Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.05.2020, Blaðsíða 2
Veður Léttir víða til á V-verðu landinu, en áfram dálítil él NA- og A- lands. Hiti 0 til 9 stig að deginum, mildast sunnan heiða. Í nótt má búast við frosti um mest allt land. SJÁ SÍÐU 34 Þar sem fagurrauðu jarðarberin spretta AUSTURLAND „Hér er ýmislegt gert fyrir barnafólk, meðal annars er hér rekinn gjaldfrjáls leikskóli, auk þess sem skólamáltíðir í grunnskól- anum eru fríar. Fyrir nú utan þau forréttindi sem felast í að alast upp í víðfeðminu hér á staðnum,“ segir Ragna Óskarsdóttir, framkvæmda- stjóri Íslensks dúns sem staðsett er á Borgarfirði eystri. Íslenskur dúnn, ásamt Ólaf i Aðalsteinssyni og Jóhönnu Óla- dóttur, æðarbændum í Loðmundar- firði, hefur tekið upp á því að gefa nýfæddum Borgfirðingum æðar- dúnssæng að gjöf. Ragna segir hug- myndina upphaflega hafa komið frá þeim Ólafi og Jóhönnu. „Þau búa á Borgarfirði eystri, en láta sigla með sig og vistir til tveggja mánaða yfir í eyðifjörðinn Loðmundarfjörð vor hvert til að sinna æðarfuglinum á varptíma. Þar hafa þau komið upp einu stærsta æðarvarpi landsins,“ segir Ragna. Íbúafjöldi á Borgarfirði eystri er um 100 manns og segir Ragna byggð á svæðinu hafa átt undir högg að sækja síðastliðin ár. „Þetta er fram- lag þeirra hjóna til að bjóða nýja Borgfirðinga velkomna í heiminn.“ Æðarrækt og vinnsla æðardúns er byggð á aldagömlum hefðum og á hverju ári falla til um 3.000 kíló af æðardúni hér á landi. Stór hluti dúnsins er f luttur úr landi þar sem hann er svo unninn að fullu en fyrir um ári var fyrirtækið Íslenskur dúnn stofnað í Borgarfirðinum í samvinnu við Ólaf og Jóhönnu. Fyrirtækið hefur það að markmiði að fullvinna æðardún á Íslandi. „Staðreyndin er nefnilega sú að þó að á Íslandi falli til um 75 pró- sent alls æðardúns í heiminum, þá Nýir Borgfirðingar fá dúnsæng við fæðingu Öll nýfædd börn á Borgarfirði eystri fá nú æðardúnsæng að gjöf. Æðar­ dúnninn í sængurnar kemur frá æðarbændum í Loðmundarfirði og þær eru framleiddar af fyrirtækinu Íslenskum dúni sem staðsett er á Borgarfirði. Árni og Lindsay fengu fyrstu æðardúnsængina, en þau eiga von á barni eftir nokkrar vikur. Með þeim á myndinni eru Ólafur og Jóhanna. MYND/AÐSEND er hann að megninu til f luttur úr landinu sem hrávara. Það eru þó einhverjir bændur sem framleiða nú þegar sængur úr þeim dúni sem fellur til hjá þeim, en við viljum auka enn frekar við þá framleiðslu,“ segir Ragna. Nú þegar hefur fyrsta ungbarna- sængin verið afhent að gjöf og segir Ragna einstaklega ánægjulegt að fá að taka þátt í verkefninu með því að framleiða sængur úr dúninum handa litlum krílum sem fæðast á Borgarfirði. „Það vildi svo skemmti- lega til að fyrsta sængin var afhent í fyrradag til hjónanna Árna M. Magnússonar og Lindsay Suzanne Lee, en þau eiga von á sínu fyrsta barni á næstu vikum. Árni hefur alltaf verið viðloðandi Borgarfjörð, en þau voru að f lytja búferlum hingað nú í vor,“ segir Ragna. birnadrofn@frettabladid.is Þetta er framlag þeirra hjóna til að bjóða nýja Borgfirðinga velkomna í heiminn. Ragna Óskarsdóttir, framkvæmda- stjóri Íslensks dúns Sæktu Fréttablaðsappið frítt! BYRJAÐU DAGINN MEÐ FRÉTTABLAÐINU Lestu Fréttablað dagsins í snjalltækinu þínu, hvar og hvenær sem er! VIÐSKIPTI Innlend kortavelta fyrstu 25 dagana í aprílmánuði var 4,1 prósenti minni en meðaldagsvelta í apríl á síðasta ári. Þá dróst erlend netverslun Íslendinga einnig saman um átján prósent á milli ára í mars- mánuði en samkvæmt Rannsóknar- setri verslunarinnar má áætla að kórónuveirufaraldurinn hafi þar áhrif. Erlend netverslun Íslendinga nam 195,3 milljónum að tollvirði í mars en mestur samdráttur var í net- verslun frá Kína sem minnkaði um helming sé miðað við sama mánuð í fyrra. Þá nam hún 38,9 milljónum króna en í ár 19,2 milljónum. Netverslun frá Bandaríkjunum dróst saman um 35 prósent á milli ára en í mars á þessu ári nam hún 29,4 milljónum króna. Minnsta breytingin var á netverslun frá Bretlandi en tollverð jókst um eitt prósent sé miðað við marsmánuð í fyrra. – bdj Samdráttur í kortaveltu Börn hafa verið vistuð í fangelsi. FANGELSISMÁL Frá árinu 2015 hafa fimm einstaklingar undir átján ára aldri verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald. Þeir sem um ræðir voru allir sautján ára. Þetta kemur fram í svari Fangelsismálastofnunar við fyrir- spurn Fréttablaðsins. Tveir voru vistaðir í nokkra daga í fangelsi áður en vistun á vegum Barnaverndarstofu tók við. Annar þeirra er drengurinn sem úrskurð- aður var í fjögurra vikna gæslu- varðhald fyrr í vikunni, en hann er nú vistaður á viðeigandi stofnun á vegum Barnaverndarstofu. Ísland hafði um árabil sætt tölu- verðri gagnrýni af hálfu alþjóðlegra eftirlitsaðila fyrir að tryggja ekki með lögum að börn undir lögaldri væru ekki vistuð með fullorðnum sakamönnum í fangelsum. Brugðist var við gagnrýninni í nýjum lögum um fullnustu refsinga sem tóku gildi árið 2016 og kveðið á um að börn undir lögaldri sem náð hafa sakhæfisaldri skuli vista á vegum barnaverndaryfirvalda. Þegar lögin tóku gildi hafði þegar verið sett reglugerð um afplánun sakhæfra barna á vegum Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar. – aá Fimm börn sett í gæslu frá 2015 Brugðist var við gagn- rýninni í nýjum lögum um fullnustu refsinga sem tóku gildi árið 2016. Það var margt sem minnti á betri tíð í gróðurhúsinu Grænumörk í Hveragerði í gær þegar Gunnar Viðar Gunnarsson sinnti blessuðum jarðarberj- unum. En þó vor sé í lofti er lofthiti fremur lágur undir berum himni. Hitastigið úti kemur þó ekki í veg fyrir sprettuna þar sem ræktunin fer fram undir glerþaki og ylurinn, sem gerir ræktunina mögulega, kemur úr fjölda heitra hvera og uppspretta í bænum og nágrenni hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.