Gríma - 15.09.1931, Side 6
4
SAGNIR UM HALL STERKA
þeirra og olli meiðslum og kvillum á mönnum og
skepnum.
Um þetta leyti voru beitarhús frá Saurbæ á þeim
stað, sem Varmhagi er kállaður; er hann upp við
Djúpadalsá, vestan við háls þann, er Saurbær stend-
ur undir. I beitarhúsum þessum hafði Saurbæjar-
klerkurinn sauði sína á vetrum. Einn vetur fóru
sauðirnir að drepast hver af öðrum og kvað svo
rammt að þeim ófögnuði, að fáir einir lifðu eftir.
Voru þeir reknir heim að Saurbæ og hjörðu af. Beit-
arhúsin voru rifin um vorið og byggð á öðrum stað.
Enginn vafi þótti á því leika, að Skotta hefði vald-
ið sauðadauðanum. Var þá Hallur beðinn að skerast
í leikinn og ráða bót á vandræðum þessum. Tók hann
þeirri málaleitun fálega í fyrstu og hét engu um, en
svo kom að lokum, fyrir þrábeiðni manna, að hann
hét að gera allt hvað hann gæti til að fyrirkoma
Skottu. Við Djúpadalsá er hvammur mikill á milli
Valla og Strjúgsár; í honum er uppmjór klettastrók-
ur, nálega fimm álna hár. Mælt er að Halli hafi tek-
izt að binda Skottu við klettastrók þenna, en ekki
vita menn, með hvaða hætti hann hefur gert það.
Að vísu hefur Skotta einatt gert vart við sig á und-
an Hleiðargarðsmönnum allt fram á þessa öld, en
þess er ekki getið, að hún hafi grandað mönnum né
skepnum eftir það er Hallur batt hana. — Hvamm-
urinn heitir síðan Skottuhvammur. Þykir þar jafn-
an óhreint og hafa oft heyrzt þaðan óhljóð og ömur-
leg væl, sérstaklega þegar þoka er eða illviður í að-
sigi.
2. Halli sendur drauzur-
Einhverju sinni var Hallur í skreiðarferð vestur
undir Jökli. Lenti hann þá í illdeilum við mann