Gríma - 15.09.1931, Page 7

Gríma - 15.09.1931, Page 7
SAGNIR UM HALL STERKA nokkum og þóttist sá bera lægri hlut í viðureign- inni; var hann heiftúðugur mjög og hét að senda Halli sendingu fyrir næstu jól. Eigi gaf Hallur sig að því, en hélt leiðar sinnar norður eins og ekkert hefði í skorizt. -— Nokkru fyrir jól, veturinn eftir, bar svo við eitt kvöld, að Hallur tók svo megna ó- gleði, að hann fékk eigi leynt; var hann eirðarlaus og svo sem á nálum. Um háttatíma fór hann eigi úr fötum og þegar allt heimafólk var gengið til hvílu, fór hann fram og út, en harðbannaði áður öllum að líta út úr bæ fyrr en dagur væri á lofti. Hlýddu allir fyrirmælunum, en engum varð svefnsamt um nóttina fyrir kvíða sakir. Rétt fyrir fótaferðartíma kom Hallur aftur inn í baðstofuna; var hann þá allþjak- aður og víða blár og marinn. Lagðist hann þegjandi í rúm sitt og lá þar kyrr nokkra daga. — Þegar heimamenn komu út um morguninn, sáust ekki önn- ur verksummerki en þau, að stór sveðja, sem Hallur átti, lá þar neðan við hlaðbrekkuna, en oddur henn- ar stóð í gegnum mannsherðablað. Svo sagði Hallur frá síðar, að það hefði verið sending frá sökunaut hans vestra, sem sótt hafði að honum um kvöldið; hefði sendingin verið mögnuð af mannsherðablaði. Það var þjóðtrú, að eigi væri unnt að hrinda af sér einbeina draug, nema með því móti, að hægt væri að hitta beinið með oddjárni. Var það talið erfitt, og kvaðst Hallur hafa verið hætt kominn í viðureigninni við drauginn, áður en hon- um tókst að hitta herðablaðið með sveðjunni. Vorið eftir fór Hallur enn vestur undir Jökul. Hitti hann þá aftur mann þann, er sent hafði hon- um drauginn. Vatt Hallur sér snúðugt að honum, rak hnefann á nasir honum, svo að blóð féll ofan

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.