Gríma - 15.09.1931, Page 8

Gríma - 15.09.1931, Page 8
6 SAGNIR UM HALL STERKA um hann allan, og mælti: »Kominn er gamli Hallur enn þá«. — En þaö var þjóðtrú, að sá, sem vekti galdramanni blóð, þyrfti eigi framar að óttast árás- ir af hans hálfu. 3- Viðureisrn lialis 02 útllezumanna. Eitt vor var Hallur í skreiðarferð ásamt mörgum öðrum Eyfirðingum; fóru þeir Vatnahjallaveg og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir voru komn- ir norður á fjöll á heimleið. Tjölduðu þeir eitt kvöld og ráku hesta sína á haga, sváfu af um nóttina og urðu einskis varir. Morguninn eftir var þeim vant tveggja hesta og horfnar voru einni'g tvennar klyfj- ar. Þeir félagar þóttust vita, að útilegumenn mundu valda hvarfi þessu, en flestir voru ófúsir á að leita hestanna. Hallur einn kvað það lítilmannlegt að leita eigi kláranna og bjóst þegar til ferðar; löttu félag- ar hans hann allt hvað þeir gátu, en hann sat fast- ur við sinn keip og bað þá bíða sín til miðaftans, en ef hann yrði þá ekki kominn, þá skyldu þeir halda leiðar sinnar. Steig hann síðan á bak reiðhesti sín- um og reið á brott. — Leið svo dagur að kvöldi, að ekki bólaði á Halli. Þótti félögum hans þá örvænt, að hann mundi aftur koma og fóru að tygjast til ferðar, en þá kom Hallur allt í einu með báða klyfjahestana. Var hann þungbrýnn mjög og yrti á engan mann, en það þóttust allir vita, að hann mundi í einhverja mannraun komizt hafa. Fóru þeir félagar þá að herða bönd á böggum sínum og var Hallur mikilvirkur og eigi mjúkhentur við þann starfa; gekk svo um hríð að hann sleit hvert band, sem hann tók á. Félögum hans þótti ráð að tala sem fæst við hann, en þó er mælt, að einhver þeirra hafi

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.