Gríma - 15.09.1931, Page 11

Gríma - 15.09.1931, Page 11
FRÁ SÉRA STEFÁNI PRÓFASTI í LAUFÁSI 9 2. Frá séra Stefánl. (Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar á Hvarfi). Séra Stefán Einarsson í Laufási var skagfirzkur að ætt, eftir því sem næst verður komizt, og var lít- illa manna. I' æsku þótti hann smár vexti og ekki fríður sýnum, en skynsamur vel. Þegar hann var ungur, fór hann heim að Hólum og varð þar fjósa- drengur. Steinn Jónsson var þá biskup á Hólum (1711—39). Dætur biskups, Jórunn og Helga, voru þá á æskuskeiði, frjálsar og fjörugar. Þegar Stefán hafði verið tæpt ár á Hólum, var það einn páskadagsmorgun, að hann kom út úr fjósi frá því að moka flórinn og gekk til lækjar, til þess að þvo saur af höndum sér. Mætti hann þá Jórunni biskupsdóttur, er einnig hafði gengið til lækjar um vesturdyr bæjarins, og var nú á heimleið. Hún var vel búin, í rauðum skarlatsupphlut og hvítri skyrtu úr mjög smágervu efni. Stefán, sem var í fjósalörf- um sínum, staldraði við, rétti upp mykjugar hend- urnar og sagði: »Má eg ekki klappa þér, Jórunn mín?« Hún bandaði honum frá sér með einhverjum styggðaryrðum, en þá sagði hann: »Láttu ekki svona, Jórunn mín; eg verð þó maðurinn þinn«. Þess er eigi getið, að hún hafi svarað þessu og varð því ekki meira af samtali þeirra. Um haustið eftir var Stefán tekinn í skóla, og kom þá brátt í ljós, að hann hafði góðar gáfur; gekk honum námið ágætlega og að nokkrum árum liðnum var hann útskrifaður með bezta vitnisburði. Um það

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.