Gríma - 15.09.1931, Side 13

Gríma - 15.09.1931, Side 13
DRUKKNUN ELÍNAR í MIKLAGARÐI 11 Man eg það eg mokaði flór með mjóum fingrabeinum. Er eg nú kominn innstur í kór með öðrum dándis-sveinum. Séra Stefán var hamingjumaður og í miklum metum. Samfarir þeirra Jórunnar og hans voru hin- ar beztu og eignuðust þau dætur tvær, Margrétu og Hildi. Margrét giftist Þorgrími Jónssjmi prests frá Hálsi og bjuggu þau á Þóroddsstöðum í ólafsfirði. Þeirra son var Jón bóndi á Skáldalæk í Svarfaðar- dal, er þar bjó 1810—1822. — Sonur Hannesar sýslumanns og Jórunnar var Lárus klausturhaldari Scheving, er fyrst bjó á Urðum og síðar í Garði norður. Eftir lát Stefáns prófasts í Laufási, fluttist hús- frú Jórunn að Grund í Höfðahverfi, kirkjujörð frá Laufási, og bjó þar 21 ár. Hún dó 1775. Hún var nafntoguð kona fyrir dyggðir og mannkosti, eink- um guðrækni sína, ölmusugjafir við fátæka og allan höfðingsskap. 3. Drnkknun Glínar. (Sögn Ólafs Guðmundssonar. Eftir handriti Hannesar Jóns- sonar í Hleiðargarði). ólafur Guðmundsson, sem lengi bjó í Hleiðargarði í Eyjafirði, ólst upp hjá foreldrum sínum í Rauð- húsum í sömu sveit. Um það leyti bjó í Miklagarði séra Hallgrímur Thorlacius, sem hélt það brauð

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.