Gríma - 15.09.1931, Page 14

Gríma - 15.09.1931, Page 14
L2 DRUKKNUN ELÍNAR í MIKLAGARÐI 1786—1846. Hjá séra Hallgrími ólst upp stúlka sú, er Elín Sesselja hét. Hún var fjörgapi mikill og kát; það var ólafur líka, og lögðu þau oft leika saman í æsku. Glímdu þau oft og tuskuðust, og hrökk hann ekki við henni framan af, en þar kom þó að lokum, að hann bar jafnan hærra hlut. Sárnaði Elínu það og sagði þá einhverju sinni, að hún skyldi finna hann í fjöru, ef hún dæi á undan honum, og þá skyldi hún dusta hann duglega. Þegar þau eltust, lögðu þau gambur þetta niður, og leið svo fram um hríð. Að áliðnu sumri árið 1827, þegar ólafur og Elín voru um tvítugt, ætlaði hún eitt sinn að bregða sér í kaupstað. Svo stóð á, að hana vantaði einhver föt til ferðarinnar og ætlaði kvöldinu áður að skreppa að Völlum, sem er bær nokkru sunnar, hinu megin við Djúpadalsá, og fá þar fötin að láni. Tók hún hross í Miklagarðshaga og reið af stað. Menn vita ekki hvar Elín hefur lagt út í ána, en líklegt þykir, að það hafi verið skammt suður frá Árgerði, gagn- vart Völlum. Djúpadalsá var þá í vexti. En hvernig sem það hefur að borið, þá drukknaði Elín í ánni þetta kvöld. — Fyrir neðan Velli og Árgerði rennur áin í gljúfrum og barst lík Elínar þar ofan eftir og fannst rekið þar á eyrunum fyrir neðan. Um þessar mundir bjó í Árgerði bóndi sá, er Stefán hét. Hann átti tvo sonu, sem voru orðlagðir söngmenn. Þetta sama kvöld, sem Elín drukknaði, kom Stefán bóndi úr kaupstað, og reið hann sem leið liggur fram með gljúfrunum. Heyrði hann þá að sungið var í gilinu mjög fagurlega: Stend eg fyrir stóli, o. s. frv. Hélt hann að þetta væru synir sínir; hefðu þeir að gamni sínu farið ofan í gilið um kvöld-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.