Gríma - 15.09.1931, Page 16

Gríma - 15.09.1931, Page 16
Í4 DRUKKNUN ALBERTS og hraðaði sér til baðstofu. Þegar hann kom að bað- stofudyrum, heyrði hann hljóðið í síðasta sinni, og virtist honum það þá koma frá útidyrum. — ólafur taldi sennilegt, að Elín hefði verið völd að hljóðum þessum; hefði hún ætlað sér að jafna gömul við- skifti þeirra og hljóðað á sama hátt og þegar hún féll í ána og drukknaði. Aldrei varð hann hennar var eftir þetta og ekki er þess getið, að aðrir hafi orðið fyrir glettingum af henni. 4. Drukknun AUerts. (Eftir handriti Hannesar Jónssonar á Hleiðargarði. Sögn Jóns Jónssonar Strandfjelds). Jón Jónsson Strandfjeld frá Bassastöðum við Steingrímsfjörð var einhverju sinni formaður í Grímsey á Steingrímsfirði. Albert hét bróðir Jóns og var hann þá hjá Eymundi Guðbrandssyni á Kleifum. Sendi Eymundur þá fjóra saman á bát norður að Eyjum til Lofts bónda Bjarnasonar; áttu þeir að halda þar til um tíma við sjóróðra. Sóttu þeir sjóinn fast, og reru oft, þegar aðrir sátu í landi sökum óveðra. Einn dag reru þeir Albert í vondu veðri og sömu- leiðis bátur Lofts bónda. Versnaði veðrið, er á dag- inn leið, og gerði afspyrnurok. Sáu menn Lofts ekki annað vænna en að hleypa undan og náðu þeir landi í Kallbaksvík við illan leik; komust menn allir af, en báturinn brotnaði í spón. í óveðri þessu drukkn-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.