Gríma - 15.09.1931, Page 17

Gríma - 15.09.1931, Page 17
MÓHOSÓTTI HUNDTJRINN Ío uðu þeir Albert, og vita menn ekki, með hvaða at- vikum. Jón bróðir Alberts hafði ekki róið þenna dag. Um kvöldið lagðist hann til svefns eins og vant var; svaf hann einn í herbergi. Þegar hann var nýsofn- aður, dreymdi hann, að Albert kæmi inn til sín og héldi á tveim bókum; þekkti Jón að það voru Vída- línspostilla og Péturs prédikanir, en um þær bækur höfðu þeir bræður deilt nokkru áður. Lagði Albert þær á borð þar í herberginu, kveikti á lampa, blað- aði um stund í bókunum, andvarpaði og mælti: »Báðar eru bækurnar góðar, og mjög góðar, en þó ófullkomnar eins og öll mannanna verk«. Síðan laut hann niður að Jóni, eins og hann ætlaði að kyssa hann, en þá fann Jón til óbeitar, og er Albert varð þess var, hætti hann við kossinn og mælti: »Nú, er það þá svona? Mér er þá bezt að fara«. í þessum svifum vaknaði Jón og sá Albert ganga frá rúminu fram gólfið; sá hann svipinn glöggt, er hann bar við glugga á herberginu. — Nokkru síðar frétti Jón drukknun Alberts. 5. Móhosótti hunóurlnn. (Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði). Sigurður Bjömsson hét bóndi, er lengi bjó í Hleið- argarði í Eyjafirði um og eftir miðja 18. öld. Hon- um var send sending sú, er nefnd var Hleiðargarðs- slcotta og lengi hefur fræg verið (sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar). Sigurður gat þó varizt ásóknum

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.