Gríma - 15.09.1931, Side 22

Gríma - 15.09.1931, Side 22
20 KERLINGARNAR I SELINU Mæðu- stranga -hryðjan hraust hyggju stangar salinn; ei mig langar annað haust Egils- ganga -dalinn. Svo hafði Sigurður sjálfur sagt, að á þeim stöðv- um mundi hann hafa verið staddur, er hann varð hundsins var. 6. Kerlingarnar 1 selinu. (Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði). Fyrir langa-löngu bjuggu hjón nokkur á bæ; þess er ekki getið, hvar það var. Bóndinn var meinhægð- armaður og enginn skörungur, en konan var ofstopi mikill, tók öll ráð af bónda sínum og réð ein öllu á heimilinu; var hún einstök nánös og því illa þokkuð af almenningi. Mæður þeirra hjóna voru báðar á lífi, gamlar orðnar. Voru þær í horninu hjá börnum sínum og var högum þeirra mjög misháttað, enda voru þær ólíkar í flestu. Móðir bónda var góð kona og vildi öllum gott gera, en móðir konunnar var hin mesta norn, spillti öllu, er hún mátti, á heimilinu og kom hvervetna fram til ills eins. Þær mæðgur voru mjög samhentar í öllu, enda voru þær næsta skaplíkar. Vönduðu þær ekki atlætið við móður bónda í orði né verki, létu hana hafa vont og lélegt viðurværi og skapraunuðu henni sem mest þær máttu. Voru kraftar hennar og heilsa á þrotum vegna illrar vistar, en móðir konunnar var við góða

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.