Gríma - 15.09.1931, Side 24
22
KERLINGARNAR 1 SELINU
um og þrem vikum síðar átti hún ekki annað eftir
en skyrslettu í kollu. Hugsaði hún til þess með skelf-
ingu, er sulturinn færi að sverfa að, en svo var hún
máttlítil og hrum orðin, að hún treysti sér ekki til
að leita mannabyggða. Þá var það einn dag, að hún
heyrði þungt fótatak úti fyrir og því næst var sels-
hurðinni hrundið upp. Kom inn maður mikill vexti;
var hann síðhærður og síðskeggjaður, með gráa
hettu á höfði og klæddur gráum kufli; allur var
hann grár af hélu frá hvirfli til ilja. Varð kerlingu
mjög bilt við komu manns þessa, en herti þó upp
hugann og spurði hann að heiti. Hann kvaðst Þorri
heita, — »og muntu hafa heyrt mín getið áður«. Var
sem hann hreytti orðunum út úr sér og harðlegur
var hann á svip, en þó var kerling ekki verulega
hrædd við hann. Litaðist komumaður um og hugði
vandlega að forða kerlingar, en þegar hann sá að
ekki var annað eftir en skyrslettan í kollunni, sagði
hann vingjarnlega: »Vaxi og þiðniíkollu þinni, kerli
mín«. Gekk hann síðan snúðugt út og kvaddi ekkí.
Þegar hann var farinn, fór kerling að gá í kolluna,
og sá hún þá að hún var orðin full upp á barma af
skyri, slátri, súrum sviðum og ýmsu öðru góðgæti;
var líka orðið þítt í henni, en áður hafði allt verið
frosið. Varð kerling glöð við og þótti hafa vænkazt
sitt ráð.
Leið nú heill mánuður, og fór þá aftur að grynn-
ast í kollunni. Þá var það eitt sinn að hún heyrði
hvatlega gengið að dyrunum og var hurðinni hrund-
ið upp. Kom þá inn stórvaxin kona og fasmikil;
lagði af henni kuldanæðing. Hún var klædd hvítri
skykkju og var kuldaleg á svip. Þótt kerling væri
skelkuð, áræddi hún þó að spyrja konu þessa að