Gríma - 15.09.1931, Side 26
24
KERLINGARNAR í SELINU
henni blíðlega og spurði, hvernig henni hefði liðið
ure veturinn, en kerling sagði sem farið hafði; kvað
hún sér hafa orðið nokkuð bilt við heimsóknir hinna
fyrri gesta og þó hefði sá síðasti verið einna óþýð-
astur. Þá brosti mærin fagra og mælti: »Það mun
hafa verið Einmánuður bróðir minn. Hann á það
til stundum að vanda ekki búning sinn, er oft hvat-
skeytlegur í framkomu og óvæginn, en í rauninni er
hann vænsta skinn, ef menn taka honum rétt«. Síð-
an leit mærin í kollu kerlingar og mælti: »Ekki má
eg reynast þér ver en systkini mín; sæti það sízt á
mér. Mæli eg svo um, að aldrei minnki í kollu þinni,
þangað til þín verður vitjað. En áður en eg fer, ætla
eg að segja þér, hver eg er. Eg heiti Harpa og muntu
hafa heyrt mín getið, og ef til vill stundum að
nokkru misjöfnu; má það til sanns vegar færast,
því að dutlungalynd hef eg ætíð verið og ekki öll þar
sem eg er séð, en í þetta sinn ætla eg að vera hvers
manns hugljúfi. — Nú ætla eg ekki að tefja lengur,
því að víða þarf við að koma«. Að svo mæltu kvaddi
hún kerlingu alúðlega og fór leiðar sinnar. — Þegar
kerling gáði í kollu sína, var hún orðin full af
sperðlum, magálum, hangnum bringukollum og öðr-
um gómsætum réttum, sem entust kerlingu fram
eftir öllu vori.
Nú er að segja frá þeim mæðgum heima, að þeg-
ar liðið var nokkuð fram á vorið, sendu þær til sels-
ins að vitja kerlingar. Voru þær hróðugar mjög, því
að þær töldu víst, að kerling væri fyrir löngu oltin
út af fyrir hor og harðrétti. En mjög brá þeim í
brún, þegar heim var komið með hana feita og sæl-
lega og svo tápmikla, að hún virtist hafa yngzt um
tíu ár við seldvölina. Þótti þetta ekki einleikið, sem