Gríma - 15.09.1931, Page 28
26
SYNDAKVITTUNIN
fram komin af sulti og veikindum, að hún mátti
varla mæla. Gat hún með naumindum skýrt dóttur
sinni frá því, hvernig veturvistin hefði verið og
andaðist síðan. Var lík hennar flutt heim og jarðað.
Engum var kerling þessi harmdauði, og þótti mönn-
um endalok hennar hafa orðið að maklegleikum. —
Konu bónda varð mikið um lát móður sinnar. Tók
hún þunglyndi mikið, iðraðist mjög harðneskju sinn-
ar við bónda sinn og móður hans og tók þeim sinna-
skiftum til hins betra, að hún varð að lokum kona
vinsæl og hjálpsöm bágstöddum.
Lýkur svo sögu þessari.
(Sögn, lík þessari, er í Huld III. En hvorttveggja er, að
Huld er í fárra manna höndum, og svo hitt, að sögnin hér er
stórum betri, en sú í Huld. Því er hún prentuð í Grímu).
7.
Spdakvittimm.
(Eftir sögn P. Björgvins Jónssonar. Skrásett af Þorsteini
M. Jónssyni 1901).
í pápiskri tíð bjó ekkja nokkur á eignarjörð sinni
í sveit. Sóknarpresti hennar lék mjög hugur á jörð-
inni. Eitt sinn fór ekkjan ásamt öðrum fleirum til
kirkju, til að skriftast. Prestur faldi þá mann einn
í altarinu, svo að enginn vissi. Þegar prestur rétti
kaleikinn að ekkjunni, spurði hann hana, hvað oft
hún hefði syndgað. »Einu sinni«, svaraði hún. »Til
að leysa þig að þeirri synd, verðurðu að gefa kirkj-
unni þriðjung jarðar þinnar«, sagði hann; »eða hef-