Gríma - 15.09.1931, Page 29
KROSS VERÐUR EIGN ÁSKIRKJU
27
ur þú ekki syndgað oftar«. »Jú tvisvar var það«,
heyrði ekkjan að sagt var í altarinu; hélt hún sjálf-
sagt að það væri Kristur, sem þar væri, og sagði:
»Jú, tvisvar var það«. »Nei, þrisvar var það«, heyrði
hún þá að sagt var í altarinu. Hún hélt nú að sér
hefði misheyrst í fyrra skiftið og sagði: »Þrisvar
var það«. »Þá verður þú að gefa kirkjunni alla jörð-
ina þína«, mælti prestur. Ekkju-auminginn játaði
því og fékk prestur jörðina.
8.
Kross yerðnr eign Áskirkjn.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar. Eftir sögn Guðrúnar Ól-
afsdóttur frá Útnyrðingsstöðum, nú í Ameríku, 1901)
Einu sinni í pápískri tíð bjó ekkja á Krossi í Fell-
um; átti hún sjálf jörðina. Svo bar við að hún lagð-
ist mjög veik og var prestur sóttur til að skrifta
henni, sem þá var siður. En þegar prestur kom að
Krossi, var ekkjan sögð dáin. Prestur bað fylgja
sér til hennar og var svo gert; djákninn var með í
förinni. Þegar prestur kom inn, þar sem ekkjan lá,
sagði hann að sér sýndist hún eigi vera dauð, og
að sér virtist eins og hún vildi segja sér eitthvað.
Hann laut þá niður að henni eins og hann væri að
hlusta, og sagði: »Gaf hún enn, guðsmóðirin; gaf
hún kirkjunni jörðina sína, — og skrifaðu djáknk.
Djákninn gerði það, og hefur Kross síðan verið eign
Áskirkju.