Gríma - 15.09.1931, Síða 30
28 SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÓRI
9.
Sagan af Svanlaugn og Halljióri.
(Handrit Baldvins Jónatanssonar).
Maður er nefndur Hrólfur. Hann bjó á bæ þeim,
er á Leiti hét. Hann var kvongaður, og átti þá konu,
er Þórgunnur er nefnd. Þeim hjónum varð barna
auðið og er Grani nefndur sonur þeirra, en Svan-
laug dóttir. Hún var fríð kona sýnum, og þótti af-
bragð annara kvenna þar í sveit, fyrir margra
hluta sakir.
Maður hét Þorvaldur, en kona hans Arndís. Þau
hjón bjuggu á næsta bæ við Leiti. Hét sá bær á
Brekku. Þau áttu son einan barna, er Hallþór hét.
Hann var vaskleikamaður hinn mesti og hvers
manns hugljúfi, er þekkti hann. Þau hjón, Þorvald-
ur og Arndís, voru fátæk, og áttu erfitt uppdráttar;
var og hin mesta óáran og hallæri víða um land um
þessar mundir.
Hrólfur bóndi á Leiti var maður auðugur, en góð-
gjarn og hjálpsamur við aðra, er bágt áttu. Hann
tók Hallþór Þorvaldsson eitt vor heim til sín, og
fæddi hann, ásamt fleirum þeim, er hann hafði tek-
ið af fátækum heimilum.
Þá var það siður, að gera fólk út á grasafjall,
þegar er snjóa leysti á vorin, og lá það við tjöld
vikum saman, langt frá byggðum, þar er bezt þótti
grasaland. Þótti ungu fólki það hin mesta skemmt-
un og hlakkaði jafnan til »heiðatímans«, sem svo
var nefndur.
Líður nú að þeim tíma, er Hrólfur bóndi vill