Gríma - 15.09.1931, Page 32

Gríma - 15.09.1931, Page 32
30 SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÓRI »Nú bar vel í veiði; vænt er margt á heiði. Þaðan gang eg greiði. Góða snót eg leiði, og reiði«. I sama vetfangi vindur hann sér á bak með hana í fangi sér og slær í hestinn. Svanlaug brýzt um af öllum mætti og hljóðar upp yfir sig, en hann grípur annari hendi fyrir munn henni, og heldur henni með hinni, svo að hún getur ekki hrært sig. Hesturinn hleypur nú allt hvað af tekur yfir fjöll og firnindi, ár og læki, ísa og hjarn, þar til er þau koma að lokum í afdal einn fagran og skógi vaxinn. Nemur hann þar staðar hjá hraunkambi einum. Þá fer maðurinn af baki með Svanlaugu, en lætur hana þó enn eigi lausa. Hún biður hann þá vægðar, en hann segir, að það sé ekki ætlun sín að pína hana; ef hún sýni engan mótþróa og reyni ekki til að strjúka, þá muni hann láta hana lausa; ella sé hann neyddur til að binda hana. Síðan sleppir hann hest- inum, en leiðir hana inn í afar-stóran helli, sem þar var í hrauninu. Þar var fyrir karl, grettur og illúð- legur og kerling ein gömul, og sátu bæði á afarstór- um gæru-bing. Maðurinn heilsaði þeim og sezt á binginn hjá þeim með Svanlaugu í fangi sér. Síðan segir hann þeim af ferðum sínum og kveðst hafa fundið stúlku þessa á fjöllum uppi; hafi hann þá eigi skeytt um féð, því að hann hafi viljað láta það sitja fyrir öllu, að fá sé konuefni, fyrst svona vel hefði borið í veiði. Biður hann svo karl föður sinn að leita fjárins, því að hann þurfi að vera heima hjá stúlku sinni, svo að henni leiddist ekki vistin hjá þeim fjallabúunum.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.