Gríma - 15.09.1931, Side 33

Gríma - 15.09.1931, Side 33
SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÓRI 31 Svanlaug berst nú lítt af og grætur sáran, en mað- urinn reynir að hugga hana sem bezt hann getur. Var henni nú borinn matur, nóg af feitu kjöti, egg og silungur og fleira góðgæti. En eftir það var henni vísað í lítinn afhelli. Þar var búið rúm með mosa, sauðargærum og ullarflókum og nokkru vist- legra en í fremra hellinum. Var þar all-ljóst inni, því að gat var á hellisrjáfrinu. Þar er henni vísað til sængur, og síðan hleypt stórri hellu fyrir dyrnar að framan, svo að hún var ein innibyrgð. Þó þótti henni það betra en að vera í návist útilegumann- anna, því að hún hræddist þá mest af öllu. Hún legst nú út af í rúmið, og grætur forlög sín, en síðast sigrar svefn og þreyta hana, því að hún var orðin ákaflega þjökuð af ferðalaginu. Höfðu henni reynzt óþýð faðmiög útilegumannsins. Næsta morgun vaknar hún við það, að hann kem- ur inn til hennar, og biður hana vaka. Gerir hann sig blíðan og vill láta vel að henni, og spyr hana, hvort hún vilji eigi ganga sér á hönd með fúsum vilja. Eigi hún að verða konan sín, og vera þá frjáls og ráða ein öllu heima fyrir; að öðrum kosti geti hún eigi komizt lífs af þaðan. Svanlaug svarar því, að hún vilji fremur skjótan dauða en að búa með útilegumönnum. Hann talar nú enn betur um fyrir henni; segir, að þar sé fagurt land og gott, og hann eigi nóg efni fyrir þau að leggja, svo að hún geti lif- að í allsnægtum, og haft nóg til skarts og þæginda. En ef hún þrjóskist og vilji eigi hlýða, verði hún höfð í ströngu haldi, eða deydd, ef því sé að skifta. — Svanlaug sér nú sitt óvænna, ef hún láti bera á nokkurri óánægju, og lofar því að reyna aldrei til að strjúka, ef hún megi þá vera frjáls ferða sinna.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.