Gríma - 15.09.1931, Side 34

Gríma - 15.09.1931, Side 34
32 SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÓRI En hún segist vilja hafa umhugsunarfrest til næsta sumars, hvort hún eigi að giftast honum eða þola líf- lát, og það eina vilji hún upp setja við hann, að hann láti sig afskiftalausa þann tíma. Lætur úti- legumaðurinn loks til leiðast að gefa henni þann frest, og kveðst bíða í þeirri einu von, að hún taki þá þann kost að giftast sér; en skýrt svar vilji hann fá á sumardaginn fyrsta. Eftir þetta er henni leyft að ganga lausri aila daga, en byrgð inni í afhellin- um á hverri nóttu; samt eru hafðar svo sterkar gæt- ur á henni, að aldrei sér hún sér neitt færi að strjúka. Getur hún varla af sér borið fyrir óyndi og kvíða, en lætur þó á engu bera, og er jafnan glöð og kát, er aðrir sjá. Nú víkur sögunni til þeirra félaga, Grana og Hall- þórs, á grasafjallinu. Þegar þeir koma að tjaldinu með eldiviðinn, sjá þeir þar hvergi Svanlaugu. Kemur þeim þá til hug- ar, að hún muni hafa farið að sækja vatn og hleyp- ur Hallþór þegar niður í gilið. En honum bregður heldur en ekki í brún, er hann sér fötuna undir bun- unni, en Svanlaugu hvergi nærri. Og þegar hann gá- ir betur að, sér hann hestaspor og stór mannsspor í moldarflagi við lækinn. Hann hleypur þá heim að tjaldinu og segir bróður hennar til. Fara þeir svo báðir, og sjá þá glöggt hestaslóðina að læknum og spark nokkurt við lækinn. Þeir ráðgast nú um, hvað gera skuli. Hallþór segir að útilegumaður muni hafa numið hana burtu, og vill þegar fara að leita hennar um fjöll og firnindi. Þegar þeir eru búnir að leita af sér allan grun í nánd við tjaldið og kalla á hana mörgum sinnum, rekja þeir hestaslóðina fram allar heiðar og upp á

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.