Gríma - 15.09.1931, Side 36

Gríma - 15.09.1931, Side 36
34 SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÓRI skall yfir, er hann kominn alla leið þangað, sem hann átti að fara. En þar hittir hann nokkrar kind- ur, og vill fyrir hvern mun koma þeim með sér. Þegar þær verða mannsins varar, renna þær í kapp við hann og stefna fram fjöll. Loks kemst hann þó fyrir þær, en verður svo að elta þær ótal króka, og missir þær að síðustu út í myrkrið. Þá vill hann reyna að komast til félaga sinna heim í kofann, og stefnir nú í þá átt, sem hann hugði hann vera í. Þeg- ar hann er búinn að ganga óra-lengi, en þekkir sig hvergi, þykist hann skilja, að hann muni vera villt- ur í þokunni og hríðinni. Hallþór var röskur maður og harðger, og þótt óðum dimmdi og færðin væri ill, hélt hann áfram hvíldarlaust alla nóttina og hinn næsta dag; létti þá þokunni. Sér hann þá að hann er kominn langt inn í óbyggðir, því að hann þekkir hvergi landslag né hin næstu fjöll. Fyrir framan hann lá djúpur dalur, lítill, en skógi vaxinn, og þó víða í honum hraun og klettabelti. Hann stefnir þangað og niður dalinn. Gekk þá ferðin greiðlega, því að enginn var snjór í dalnum. Á ein lítil rann eftir dalnum miðjum, og er hann hefur gengið litla hríð með ánni, sér hann hvar kvenmaður stendur yfir stórum fjárhóp. Hann furðar á þessu, en verð- ur þó feginn að sjá til manna. Gengur hann til henn- ar og heilsar henni, en hún í móti honum og spyr hvort hann þekki sig ekki. Hann neitar því. »Hér finnur þú, Hallþór félagi, Svanlaugu Hrólfs- dóttur frá Leiti«, segir hún, »og muntu ekki hafa búizt við að sjá hana hér«. Þá rankar Hallþór við sér eftir villuna og þreytuna og þekkir Svanlaugu. Verður þar hinn mesti fagnaðarfundur. Sögðu þau hvort öðru, hvað á dagana hafði drifið, síðan þau

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.