Gríma - 15.09.1931, Side 38

Gríma - 15.09.1931, Side 38
36 SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÓRI gæti komizt undan til byggða en á haustdegi í illri færð og er vetur færi í hönd. »Hér er fylgsni eitt«, segir hún, »sem eg hef fundið, en þeir feðgar þekkja eigi, og getur það orðið þér til lífs. Þegar eg lá hér í fleti mínu, varð eg þess eitt sinn vör, að súg lagði á mig upp með skinnunum við hellisvegginn. Tók eg þá upp dyngjuna og fann rifu litla í bergið niður við gólf. Loks tókst mér að losa nokkra steina við gólf- ið, og sá eg þá, að þar var undir mjór gangur svo langt sem eg gat séð. Síðar kannaði eg þetta nánar, og skreið niður ganginn, og fann þá helli allrúmgóð- an, og úr honum mjó göng fram í djúpa gjá í hraun- inu, sem þó má komast upp úr á einum stað. Síðan tekur skógurinn við, og er hann svo þéttur víða, að vel má þar leynast. Eg hef borið allmikið af mat- vælum í helli þennan í sumar, og vil eg að þú sért þar í vetur, og skal þig ekkert skorta; en með vor- dögum munum við hyggja á undankomu«. Hallþóri líkar vel þessi ráðagerð, og biður hana fyrir sjá, því að þá muni bezt hlýða. Nú fara þau bæði niður í hellinn, og býr hún þar sæng handa honum af gæruskinnum og ull. Er þar og í hellinum allt það, sem hann þarf sér til matar. Til ljósmatar hefur hann nóga tólg, og svo fær hún honum kolu og fífukveiki, og loks birkikefli, að rista á rúnir sér til dægrastyttingar. Eftir það skilur hún við hann, og býr um hellismunnann sem áður undir hvílu sinni. Nú koma þeir feðgar heim með fjölda fjár og ýmsan varning á mörgum hestum. Höfðu þeir stolið því og rænt niðri í byggð. Svanlaug gerist þá hin glaðasta, og gefur það úlfi góðar vonir, svo að nú trúir hann henni enn betur en áður.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.