Gríma - 15.09.1931, Side 43

Gríma - 15.09.1931, Side 43
SAGAN AF GLÚMI OG GEIRDÍSI 41 Svanlaug mundi verða sinn bani og úlfs sonar síns. En eigi tókst honum það, sem betur fór. Allt það fé, sem fundizt hafði í helli útilegumannanna og lif- andi peningur þeirra, var svo dæmdur réttmæt eign þeirra Hallþórs og Svanlaugar. Var það mikill auð- ur. En mönnum þeim, sem með Hallþóri voru í at- förinni, var goldið af opinberu fé ærna kaup. Eftir það gengur Hallþór að eiga Svanlaugu. Var haldin hin ágætasta veizla og boðið til múg og margmenni. f þeirri veizlu lýsti Hrólfur bóndi á Leiti yfir því, að hann gæfi þeim hjónum, Hallþóri og Svanlaugu dóttur sinni, jörðina Leiti og hálft búið á móti syni sínum Grana. Gerðu allir að því góðan róm. Að end- aðri veizlunni leiddi Hallþór boðsfólkið út með góð- um gjöfum. Voru margt af því fáséðir gripir úr helli útilegumanna. Fer hver heim til sín glaður og ánægður. Eftir það tekur Hallþór foreldra sína heim til sín. Bjuggu þau Svanlaug og Hallþór alla æfi sína á Leiti, og voru jafnan mikils metin. Lýkur svo þessari sögu. 10. Sagan af Glúmi og Geirdísi. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Einu sinni í fyrndinni bjó ríkur bóndi með konu sinni og börnum á bæ einum til fjalla. Er hann nefndur Gestur en kona hans Ásrún. Þau áttu tvo sonu og eina dóttur; hét Eyvindur hinn eldri son-

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.