Gríma - 15.09.1931, Page 44

Gríma - 15.09.1931, Page 44
42 SAGAN AF GLÚMI OG GEIRDÍSI anna, en Björn sá yngri og Geirdís dóttir. Var hún allra kvenna fríðust í því byggðarlagi. Bræður hennar voru hreystimenn miklir, og kunnu margar íþróttir, sem ungir menn tíðkuðu á íslandi í þá daga, og léku með afburðum: glímur, stökk, hlaup, knattleik og sund. Var þeim enginn fremri í þessum íþróttum í nálægum sveitum. Faðir þeirra hafði verið hið mesta hraustmenni á unga aldri, en var nú farinn mjög að eldast, er þessi saga gerðist. Það var oft, að ungir menn og röskir þar í sveit- inni komu saman og reyndu íþróttir sínar. Var það eitt vor, að slíkir leikar voru háðir að bæ Gests bónda. Sóttu margir mótið og var leikið af miklu kappi. Voru þeir bræður, Eyvindur og Bjöm, fremstir allra, og Eyvindur þó fimari. En er líður að leikslokum sjá menn hvar maður nokkur ókennd- ur kemur til leikanna. Sá ríður hvítum hesti og fer geyst. En er hann kemur á leikvöllinn, hleypur hann þegar af hestinum og að Eyvindi og tekur hann fang- brögðum. Glímdu þeir lengi, og mátti eigi á milli sjá, hvor sigra mundi. Um síðir drepur Eyvindur niður öðru hné, en snarastþó jafnharðanáfætur og leggur sniðglímu á aðkomumann svo að hann fellur, og var það mikil bylta. Hann sprettur þegar upp og mælir af móði: »Illa mun Refur bróðir minn kunna því, að þessa sé lengi óhefnt, og muntu hann litla stund standast, ef fundum ykkar ber saman, þótt svo lyki okkar viðskiftum«. Eftir það hleypur hann á hest sinn og ríður burtu. Varð mörgum starsýnt á mann- inn, og þótti hinn gjörvilegasti; en enginn vissi deili á honum. »Það uggir mig«, segir Geirdís Gests- dóttir, »að þessi maður muni eiga eigi alllítið undir

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.