Gríma - 15.09.1931, Page 47

Gríma - 15.09.1931, Page 47
SÁGAN AF GLÚMI OG GEIRDÍSI 45 hinir áköfustu og má ekki á milli sjá. Þó var Björn móður mjög, en Refur lítt. Þá gekk Glúmur þar að, er þeir glímdu, og bað þá hætta þessum leik. »Því að Eyvindur býður góða kosti fyrir sig«, segir hann, »og skal Björn bróðir hans þess njóta af mér. Tjáir þér eigi ofurkapp, bróðir, ef eg geng í lið með þeim«. Refur kvað það maklegt að Björn nyti hreysti sinn- ar, þótt eigi kæmi til heitingar. »Hefir enginn var- izt mér svo lengi«, segir hann, »og var hann þó göngumóður«. Hætta þeir þá glímunni. Eyvindur fær nú Glúmi gullmenið Geirdísamaut; en hann tók við og leit á lengi og mælti síðan: »Eigi er eg auðnu- laus, megi eg njóta svo göfugrar konu, sem Geirdís er, en vera borinn útilegumaður. En bót er það í máli, og það er mér eigi sjálfrátt og aldrei hefir það hent okkur bræður, að stela eða ræna eða gera nokkrum manni órétt, því að við eigum nóg fé eft- ir foreldra okkar. Nú vil eg biðja ykkur að koma okkur bræðrum í sátt við byggðamenn, en við heit- um ykkur aftur fylgi okkar og vináttu«. Eyvindur og Björn taka vel máli hans, og lofa að koma þeim í sátt við byggðamenn og segja, að eitt skuli yfir þá alla ganga, ef nokkrir ýfist við þeim. Bundu þeir þetta fastmælum. — Fara þeir nú af stað með féð, Glúmur og Refur, en Eyvindur og Björn fylgja þeim eftir. Komu þeir að hraunkambi einum, og er þar stór fjárrétt, en skjól á alla vegu og vel um bú- ið. Þar sáu þeir Eyvindur sauði föður síns í fénu. »Það þykist eg sjá«, segir Glúmur, »að þið bræður munuð kenna nokkra af sauðum þeim, er hér eru. Hér eru og komnir sauðir föður ykkar af okkar völdum. En það er hið fyrsta sinn, er við höfum glezt við byggðamenn, og aldrei var það tilgangur

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.