Gríma - 15.09.1931, Page 50

Gríma - 15.09.1931, Page 50
48 SAGAN AF GLÚMI OG GEIRDÍSI frá sér og að rúmi Bjarnar. Þykist hann kenna Ref útilegumann og undrast drauminn. Kemur honum til hugar að þeir bræður muni þurfa liðs við. En það er frá Birni að segja, að hann dreymir að Refur úti- legumaður kemur að rúmi hans og kveður: Liggið þið hér, en hryggur hírist minn bróðir dýri lamur við hellishamar. — Horfinn er Refur af torfu. Og er þá Eyvindur kominn að rúmi hans alklædd- ur. En það var löngu fyrir rismál. Segir hann við Björn, að nú muni vera mál að vitja sauða, því að gott væri leitarveður, en hart á undan gengið. »Löng mun verða leið til sauðahúsa í dag, bróðir, en þó skal nú upp standa og eigi letja«, svarar Björn og klæðist skjótt. Þá vekur Eyvindur Geirdísi systur sína og segir henni fyrirætlan þeirra bræðra. Hún fær honum þá skarlatsklæði nýsaumuð og segir, að eigi skal Glúm- ur vera ver búinn en aðrir menn, er hann kemur þar í byggð. Kveðst hún munu gæta ein sauða, meðan þeir væri heiman. Eftir það kveðjast þau, og biður hún þá vel fara og heila aftur koma. Leggja þeirsíðan af stað á eldishestum sínum og segir eigi af ferðum þeirra, fyrr en þeir koma að fjárrétt útilegumanna. Eru þar inni allir sauðimar og bera sig illa af sulti, og þykjast þeir þá vita, að eitthvað muni tefja þá bræður. Hleypa þeir út sauðunum, en fara síðan heim að hellinum. Þar finna þeir Glúm. Liggur hann með herðar að hellisveggnum, en má eigi upp standa í móti þeim. Er hann þó all-hress og fagnar komu

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.