Gríma - 15.09.1931, Qupperneq 51
SAGAN AF GLÚMI OG GEIRDÍSI 4ð
þeirra. Þeir spyrja hann tíðinda og hvað valdi sjúk-
leik hans og hvar Refur sé, bróðir hans. Glúmur
segir, að þeir bræður hafi verið einn dag fyrir
skömmu á hreindýraveiðum. Hafi þeir elt hrein einn
lengi dags og upp á fjöll. En þá hafi hlaupið snjó-
hengja úr fjallinu og hrifið þá með sér báða. Hann
kvaðst um síðir hafa komizt úr fönninni, en fótur
sinn annar gengið úr liði um knéð. Hefði hann eigi
síðan séð Ref, bróður sinn, en komizt loks sjálfur
þar í hellinn. En nú sé fóturinn svo stirður, að hann
megi sig hvergi hræra. Þeir bræður skoða nú fót
Glúms og geta um síðir kippt í liðinn; var það hin
mesta aflraun. Eru þeir þar í hellinum í þrjá daga.
Er þá Glúmur vel ferðafær. Þá fær Eyvindur honum
klæði þau, sem Geirdís hafði sent honum; klæðist
hann þeim og er þá hinn glæsimannlegasti. Halda
þeir síðan allir heim til byggða, því að þeim kom
saman um það, að árangurslaust myndi að leita Refs
og þótti þeim sem draumarnir sönnuðu það, að hann
myndi vera dauður. Þeir reka með sér féð allt, en
Glúmur hefur til reiðar hesta þeirra Refs, hvítan
og brúnan; voru það hinir beztu gripir. Þeir höfðu
og með sér hið dýrmætasta af munum þeim, sem í
hellinum voru. Gengur þeim ferðin vel allt til
byggða. Þóttust þeir hafa farið suður á land að
kaupa fé, en þessi maður hefði slegizt í för með
þeim, og ætlaði að ílendast þar nyrðra. Þótti það
engum ótrúlegt. Sezt nú Glúmur að hjá Gesti bónda
og þeim bræðrum. Varð brátt kært með þeim Glúmi
og Geirdísi, og lét faðir hennar það óátalið, því að
honum hugnaðist maðurinn vel —. Síðar um vorið
fór Eyvindur suður á fjöll og sótti vörur á mörgum
hestum í helli Glúms. Var þó farið leynt með. Þá var
Grlma V.
4