Gríma - 15.09.1931, Page 52

Gríma - 15.09.1931, Page 52
50 GUÐRÚN PRESTSD. OG ÁLFABISKUPSSONURINN það að ráði gert, að Glúmur fengi land hjá Gesti bónda, því að landrými var nóg. Reisti Glúmur þar bæ all-stóran og setti saman gott bú, því að ekki skorti hann fé. Nefndi hann bæ sinn á Glúmsstöð- um. Eftir það fékk hann Geirdísar Gestsdóttur. Bjuggu þau hjón hamingjusöm allan sinn aldur á Glúmsstöðum, og er margt göfugra manna á íslandi frá þeim komið. Gerðist Glúmur héraðshöfðingi og var ætíð vinsæll og vel metinn. Lúkum vér svo þessari sögu. 11. Gufirún og álfabiskupssonurinn. (Eftir sögn. Munnveigar Jónsdóttur í Hvammi. Handrit Þorsteins M. Jónssonar 1902). Einu sinni var prestur, er átti dóttur, Guðrúnu að nafni. Hjón ein fátæk bjuggu þar í sveitinni; þau áttu mörg börn, og hét ein dóttir þeirra Sigríður. Eitt sinn fóru þau til kirkju, og höfðu Sigríði með sér. Féll Guðrúnu prestsdóttur hún þá svo vel í geð, að hún bað föður sinn að taka hana til fósturs. Presti þótti mjög vænt um Guðrúnu og vildi láta allt eftir henni, og þar eð hann vissi að foreldrar Sigríðar voru fátæk, þá bauð hann þeim að taka hana í fóstur og þágu þau það. ólst nú Sigríður upp hjá presti, og þótti honum engu síður vænt um hana en Guðrúnu dóttur sína, enda var Sigríður henni í öllu fremri. Prestskonan var dáin, þegar hér er komið sögunni og var Guðrún

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.