Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 54
52 GUÐRÚN PRESTSD. OG ALFABISKUPSSONURINN
föður mínum, þá hef eg þó átt enn þá betra hjá hon-
um«. Sigríður lofaði henni því og fór til prests. Hún
sagði honum frá því, hvernig ástatt væri fyrir Guð-
rúnu dóttur hans, og bar fram bæn hennar. Prestur
varð frá sér numinn af gleði, er hann vissi, að dóttir
hans var á lífi og lofaði að gera að vilja hennar.
Hann fór síðan að hitta dóttur sína og varð þar
fagnaðarfundur mikill. Guðrún var hjá föður sínum
þar til er hún var alheil, og kom piltur hennar til
hennar á hverjum degi. Þegar hún var búin að ná
sér vel aftur, fór hún með huldumanninum í stein-
inn, og hafði prestur áður gefið samþykki sitt til
þess, að þau skyldu eigast.
Nokkru seinna kom huldumaðurinn til prests og
bað hann að skíra barnið fyrir sig, og bað Sigríði að
koma líka. Þau bjuggu sig bæði, prestur og Sigríður,
og fóru með huldumanninum í steininn. Þau sáu að
hann var að innan sem timburhús og var þar all-
ríkmannlegt inni. Guðrún fagnaði þeim vel og skírði
prestur barnið. Að því loknu fékk huldumaðurinn
honum peningapyngju mikla og bað hann eiga.
Prestur þakkaði honum, en kvaðst ekki þurfa pen-
inganna með. »Ekki munar mig um að láta yður
hafa þetta«, mælti huldumaðurinn, »og það get eg
sagt yður, að eg er margfalt ríkari en þér«. Prestur
tók þá við peningunum. Guðrún gaf Sigríði skraut-
legan kvenbúnað og stein, sem hún sagði henni að
hún skyldi varast að missa fyrir fætur þeim manni,
sem hún gæti ekki borið virðingu fyrir. Sigríður
þakkaði henni fyrir, en kvaðst lítt trúa á náttúru
steinsins. Huldumaðurinn bað prest koma um jólin
og gifta þau Guðrúnu, og lofaði prestur því. Síðan