Gríma - 15.09.1931, Side 55

Gríma - 15.09.1931, Side 55
GUÐRÚN PRESTSD. OG ALFABISKUPSSONURINN 53 kvöddu þau Sigríður og prestur Guðrúnu og huldu- manninn og fóru heim. Nú líður fram að jólum. Á aðfangadag býr prest- ur sig og spyr Sigríði, hvort hún vilji ekki koma með sér. Hún játar því og ganga þau bæði út í kirkju. Prestur gengur inn að altarinu að sækja sálmabók, en Sigríður fer upp á loft að sækja klæðn- aðinn, sem Guðrún gaf henni. Hún flettir honum sundur, og veltur þá steinninn innan úr honum og ofan í kirkjuna að fótum prests. Prestur tekur upp steininn og spyr Sigríði, hvort hún vilji gefa sér hann, og játar hún því. »Þá verður þú að gefa mér þig líka«, segir hann. Þarf eigi að orðlengja það, að Sigríður lofast þarna presti. Þau búa sig svo að fara út túnið að steinunum. Þá sýnist þeim þau sjá þrjú timburhús, öll uppljómuð. Kemur þá út úr yzta steininum piltur Guðrúnar, fagnar þeim vel og býð- ur þeim inn. Hann fylgir þeim inn í stóran sal og er þar margt fólk fyrir. Þau sjá þar rauðklæddan mann; hann stendur upp á móti þeim og fagnar þeim vel. »Eg er faðir manns þess, sem bað Guðrún- ar dóttur yðar«, mælti hann við prest, »skuluð þér vita, að þau mun ekkert vanhaga, því að eg er biskup huldufólks þess, er býr hér í grendinnk. Þegar stað- ið var upp frá borðum, gaf prestur þau saman dótt- ur sína og álfabiskupssoninn, og að því loknu gaf álfabiskupinn saman þau prest og Sigríði. Þegar hjónavígslunum var lokið, fór fólkið að dansa og skemmta sér, og gekk svo út jólin. Þegar jólin voru liðin, bjuggust þau af stað heim til sín, prestshjónin. Fékk álfabiskupssonurinn presti peningapyngju og bað hann hafa fyrir það, hvað honum hefði farizt

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.