Gríma - 15.09.1931, Side 56

Gríma - 15.09.1931, Side 56
54 SIGRÍÐUR OG HULDUFÓLKIÐ drengilega við sig. Síðan kvöddu þau, prestshjónin, og fóru heim. Oft komu þau prestur og Sigríður i steininn til Guðrúnar og manns hennar, og lifðu hvortveggju þessi hjón ánægð og hamingjusom til æfiloka. Lýkur þar með sögunni. 12 SigríSnr og huldulðlklð. (Eftir sögn Munnveigar Jónsdóttur í Hvammi á Völlum. Handrit Þorsteins M. Jónssonar 1902). Það voru einu sinni hjón, er áttu dóttur, Helgu að nafni. Sveitarbarn tóku þau, er Sigríður hét. Hún ólst upp hjá þeim og var kerling móðir Helgu mjög vond við hana. Sigríður var látin smala bæði ám, kúm og hestum. Dag einn um vor gerði mikla rigningu. Kerling skipar þá Sigríði að fara og sækja kýrnar. Helga spyr, hvort enginn annar geti farið, en kerl- ing vill ekki heyra það. Helga þurfti yfir á að fara, til þess að sækja kýrnar, og komst hún yfir hana, en á heimleiðinni var áin orðin svo mikil, að hún treysti sér eigi yfir hana. Hún gengur þá upp að stórum steini, sem var þar uppi í fjallinu og leggst fyrir. Þegar hún hefur legið þar nokkra stund, kem- ur til hennar maður og biður hana að koma með sér inn í steininn. Sigríður var öll orðin holdvot og þiggur hún boðið. Hann leiðir hana inn í steininn og í herbergi eitt; þar situr stúlka við sauma. »Hér kem eg með stúlku, Huldufríður systir, sem eg ætla

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.