Gríma - 15.09.1931, Page 58

Gríma - 15.09.1931, Page 58
56 SIGRÍÐUR OG HULDUFÓLKIÐ um og kemur Helga til dyra. Sigríður heilsar henni og spyr Helga, hver hún sé. »Þekkirðu ekki hana Siggu«, mælti Sigríður. »Ja, ert það þú, Sigríður mín«, mælti Helga, »hvar hefur þú verið í ár?« Sig- ríður segir henni það, og segir henni, í hvaða erind- um hún sé komin. Helga fylgir Sigríði upp á bæjar- dyraloft, en fer sjálf til baðstofu og segir foreldrum sínum, að Sigga sé komin og í hvaða erindum hún sé komin. »Ja, hún Sigga að gifta sig, sú held eg eigi merkilegan mann«, segir kerling. »Nú þarf eigi lengur að gera lítið úr henni«, mælti Helga, »því að nú er hún þó komin til manns«. Helga gekk síðan fram, bjó sig og fór með Sigríði. Karl og kerling bjuggu sig líka og komu á eftir. Allt var á tjá og tundri í álfasteininum og var vel tekið á móti þeim Helgu og Sigríði. Unnusti Sigríð- ar leiddi til þeirra bláklæddan mann, sem hann sagði að væri bróðir sinn. Leizt þeim engu síður á hann en hinn. Huldumaðurinn bláklæddi spyr Helgu, hvort henni sé nokkuð fjarri skapi að giftast sér, og kvað hún það eigi vera. Þarf eigi að orðlengja það, að þau hétu þarna hvort öðru eiginorði. Síðan var gengið til kirkju og voru bæði brúðhjónin sam- an gefin. Þess skal getið, að karl og kerling höfðu komið til álfasteinsins og voru þau viðstödd í kirkjunni. Þeg- ar búið var að gefa brúðhjónin saman, stóð sýslu- mannskonan upp, gekk til kerlingar, móður Helgu, og mælti: »Legg eg á og mæli eg um, að þú hafir hvorki frið né fró, það sem eftir er æfinnar; það skaltu hafa fyrir meðferðina á Sigríðk. Eftir það hvarf kerling og vissi enginn, hvað af henni varð. Sýslumannskonan fékk karli aftur eina af vinnukon-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.