Gríma - 15.09.1931, Side 59

Gríma - 15.09.1931, Side 59
SAGAN AF ÞRJÓZKU-ÞÓRDÍSI OG ÁLFUNUM 57 um sínum; kvaðst þar með bæta honum konumiss- inn, og mætti hann eiga hana, ef hann vildi. Tók karl því með þökkum, því að hann saknaði lítt hinnar fyrri konu. Voru þau gefin saman karl og álfamær- in; fóru þau svo heim á bæ karls, en þær Sigríður og Helga urðu eftir í álfheimum. 13. Sagan af Þrjdzku-Þðrdísi og álfonnm. (Eftir sögn Önnu Kr. Sigfinnsdóttur. Handrit Þorsteins M. Jónssonar 1902). Einu sinni voru hjón velmegandi; þau áttu dótt- ur, er Þórdís hét. Hún var svo þver í lund, að allt, sem hún vildi, varð fram að ganga; lét hún þar af leiðandi ekki undan nokkrum manni, ekki einu sinni foreldrum sínum. Hún var þess vegna kölluð Þrjózku-Þórdís. í þá daga var fólk vant að fara til aftansöngs á jólakvöld, og var jafnan einn heima að gæta bæjar. Eitt sinn, sem oftar, var vinnukona ein heima á bæ þessum á jólanótt. Þegar fólkið kom heim um morg- uninn var hún orðin ærð. Næsta ár á eftir fór á sömu leið á jólanóttina, að önnur vinnukona var heima að gæta bæjarins, og var orðin ærð, er fólkið kom heim. Þriðja aðfangadagskvöld kvaðst Þórdís skyldi vera heima að gæta bæjar, en móðir hennar aftók það með öllu. Þórdís lét ekki undan að heldur; fór svo að hún varð ein eftir heima, en allt hitt fólkið

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.