Gríma - 15.09.1931, Page 60

Gríma - 15.09.1931, Page 60
58 SAGAN AF ÞRJÓZKU-ÞÓRDÍSI OG ÁLFUNUM fór til kirkju. Þegar fólkið er farið, sópar hún allan bæinn og kveikir á kertum, sem siður var. Að því búnu leggst hún upp í rúm og fer að lesa í bók. Eft- ir litla stund heyrir hún dunur miklar og sér að í gólfinu upplýkst lok. Þar gengur upp bláklæddur maður og á eftir honum fjöldi fólks. Það heilsar allt upp á Þórdísi, en hún tekur ekki kveðju þess og heldur áfram að lesa í bókinni. Álfafólkið setur fram borð með allskonar krásum og víni og fer að drekka og snæða. Bláklæddi maðurinn tekur krásadisk og vínflösku, réttir Þórdísi og segir: »Viltu þetta, Þór- dís mín?« Hún anzar ekki, en heldur áfram að lesa. Þegar fólkið er búið að borða, stendur það upp frá borðum og fer að dansa. Bláklæddi maðurinn býður Þórdísi að dansa, en hún lítur ekki við honum að heldur og les í bókinni sem áður. Álfafólkið heldur áfram að skemmta sér, þangað til farið er að birta; þá fer það að búast til brottferðar. Bláklæddi mað- urinn gengur að Þórdísi, réttir henni silfurbelti og segir: »Eigðu þetta Þórdís mín«. Hún gefur þessu engan gaum, en hann leggur beltið hjá henni. Síðan hverfur álfafólkið, en Þórdís fer að sofa og sefur, þar til er fólkið kemur heim frá kirkjunni. Segir hún því þá frá álfafólkinu og sýnir beltið til sann- inda. Næsta aðfangadagskveld vill Þórdís vera heima; verður það sem fyrr, að hún er ein heima, en allt hitt fólkið fer til kirkju. Gengur nú allt eins og árinu áð- ur, að álfafólkið kemur, en Þórdís þiggur ekkert af því og skiftir sér ekkert af því. Um morguninn hverfur allt álfafólkið, nema bláklæddi maðurinn; hann verður eftir hjá Þórdísi og segir við hana: »Ertu mállaus, Þórdís mín, eða því anzar þú ekki,

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.