Gríma - 15.09.1931, Side 67

Gríma - 15.09.1931, Side 67
ÍNGIBJÖRG OG ÁLFARNIR 65 15. Ingibjörg og álfarnfr. (Sögn Stefaníu Stefánsdóttur í Vallanesi. Handrit Þorsteins M. Jónssonar 1902). Á bæ einum í öræfum bjuggu hjón nokkur; þau áttu dóttur eina, er Ingibjörg hét. í þá daga var fólk vant að fara til aftansöngs, og var jafnan einn mað- ur heima á hverjum bæ. Á þessum bæ hafði í tvö ár, hvort eftir annað, orðið ærður sá maður, er gætti bæjar. Þriðju jólin vildi enginn vera heima, nema Ingibjörg; hún bauðst til þess. Þegar fólkið er farið, sópar Ingibjörg bæinn, fer síðan upp á skammbita- loft, sem var í baðstofunni og horfir niður um rifu á því. Eftir litla stund sér hún að inn í baðstofuna þyrpist fjöldi af skrautbúnu fólki. Það þefar í allar áttir og segir: »Hér er enginn maður, hér er góður þefur«. Síðan setur það fram borð, breiðir dúka á það, þekur það allskonar réttum og fer að borða. Þegar fólkið er búið að borða, fer það að dansa og skemmta sér og heldur því áfram alla nóttina. Þeg- ar komið er undir dag, kallar Ingibjörg upp og seg- ir: »Dagur kominn! Dagur kominn!« Þegar fólkið heyrir þetta, verður því svo bilt við, að það hleypur út, og skilur allt eftir, sem það hafði meðferðis. Ingibjörg skundar út á eftir því og sér að það hleyp- ur fyrir björg, sem voru þar skammt frá bænum. Þegar fólkið kom heim um morguninn, varð það fegið að hitta Ingibjörgu heila á hófi og með öllu ráði. Sagði hún þá, hvað við hafði borið um nóttina og sýndi til sanninda það, sem álfarnir skildu eftir. Varð Ingibjörg síðan stórrík af álfagóssinu. 6rlma V 5

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.