Gríma - 15.09.1931, Page 69
SAGAN AF FORVITNA JÓNI 67
um. Á aðfangadag býr prestur sig og kveður fólkið
og hverfur, svo að enginn veit, hvert hann fer. Jón
var að ganga við fé, er faðir hans fór, og þótti hon-
um leitt að komast eigi með honum. Eftir jólin kom
prestur heim.
Nú líður fram undir næstu jól; þá gerir prestur
boð út um sveitina, að hann verði eigi heima um jól-
in. Biður Jón föður sinn að lofa sér með honum.
Prestur kveðst vilja að hann sé heima, því að hann
muni illt af því hljóta að fara með sér. Jón hugsar
með sér, að hann skuli samt fara. Á aðfangadag býr
prestur sig til brottferðar. Jón býr sig einnig. Prest-
ur kveður fólkið, skundar ofan til sjóar með flýti,
hrindir þar bát á flot og fer upp í hann. í því
kemur Jón og stekkur upp í bátinn. Þá mælti prest-
ur: »Illt munt þú, Jón, hljóta af að fara með mér, og
vildi eg gjarnan, að þú færir heim«. Jón þegir og
sezt í skut, en prestur tekur árar og rær, þar til er
þeir koma að björgum nokkrum. Prestur setur þar
bátinn á land, gengur síðan að björgunum og slær
á. Þar Ijúkast upp dyr og kemur út grænklædd kona;
hún heilsar presti mjög alúðlega og býður hann vel-
kominn. Jón ætlar að heilsa konunni, en hún snýr
sér undan og spyr prest, hvaða strákur sé með hon-
um. »Það er hann Jón sonur minn«, segir prestur.
»Ula gerðir þú, að hafa hann með þér«, segir álfkon-
an. »Eg gat eigi við það ráðið«, svarar prestur. Síð-
an leiðir álfkonan prest inn í skrautlegt herbergi. —
Jón fylgir á eftir. Þar var borinn matur á borð og
býður álfkonan presti að borða; hann sezt til borðs
og fer að eta. — Jón gerir hið sama. Álfkonan setur
vínflösku á borðið og drekkur prestur úr henni.
5*