Gríma - 15.09.1931, Side 70

Gríma - 15.09.1931, Side 70
és SAGAN AF FORVITNA JÓNl Þegar þeir eru búnir að borða, fara þau álfkonan og prestur að spila. Eftir nokkra stund spyr álfkon- an prest, hvort hann vilji ekki koma inn í danssal- inn. »Jú«, svarar prestur. Fer álfkonan og kemur með svo skrautlegan búning handa presti, að slíkan hafði Jón aldrei fyrr séð. Prestur fer í klæðin og að því loknu tekur álfkonan í hönd hans og leiðir hann í sal, þar sem margt fólk var að dansa. Jón fer á eftir. Fólkið fagnar vel presti, en allir láta sem þeir sjái ekki Jón. Síðan fara þau að dansa, grænklædda konan og prestur, en Jón dansar eigi. Það þykist Jón sjá á öllu, að þau muni vera gift, faðir hans og grænklædda konan. Undir morgun tekur grænklædda konan í hönd presti og býður honum að ganga til hvílu. Leiðir hún hann inn í herbergi. — Jón fer á eftir —. Þar sér Jón tvær uppbúnar sængur. Álfkonan og prestur hátta í aðra sængina. »Hvar á Jón sonur minn að sofa«, segir prestur, »þvíaðhann þarf einhverstaðar að vera,úr því aðhannerhér«. Hún kveðst ekkert rúm hafa handa honum, nema rúmið hennar dóttur sinn- ar, og verði hann að hátta í það. Jón háttar í hitt rúmið, sem var þar í herberginu, en þegar hann er nýháttaður, kemur stúlka inn í herbergið, gengur að rúminu, sem hann var í og fussar og sveiar. Síðan fer hún að hátta. Tekur Jón þá til að fussa og sveia. Fer hún þá út, en álfkonan eldri reiðist og segir við Jón: »Skal þér, Jón, verða hefnt fyrir það, að þú fussar og sveiar dóttur minni. Eg legg á þig, að allt kvenfólk skal hafa bölvun á þér og verða skaltu hinn mesti ógæfumaður«. Þá biður prestur hana að þagna og kveður nú vera nóg um mælt. Bregður Jóni mjög við orð álfkonunnar og iðrast nú þess að

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.