Gríma - 15.09.1931, Síða 72
70
HEYSKAPUR ÁLFA
17.
Heyskapur a'lfa.
(Eftir sögn Ólafs Arnórssonar hótelþjóns á Akureyri, 1906.
Handrit Þorsteins M. Jónssonar).
Það hefur verið gömul trú manna, að álfar feng-
ist við sömu vinnu og mennskir menn, væru við hey-
skap og svo framvegis. Til sönnunar því er saga sú,
sem hér fylgir:
Fyrir utan túnið á Bjarnarstöðum í Vatnsdal er
tjörn nokkur allstór og vex stör upp úr henni; er
hún slegin á hverju sumri. Fyrir vestan hana er
tjarnarpollur, er stör vex einnig upp úr; er hann
jafnan vaxinn vel, en sjaldan er hann sleginn, því
að það hefur verið trú manna, að álfar ættu hann,
og þegar menn hafa slegið hann, þá hefur þeim
jafnan hefnzt fyrir það. Um það hafa gengið marg-
ar sagnir. Einnig þykjast menn hafa séð álfa þar
við heyskap.
Árið 1893 flutti búferlum að Bjarnarstöðum Arn-
ór Egilsson ljósmyndari. Hann hafði heyrt getið um
trúna, sem lá á tjarnarpollinum og áleit hana hé-
gilju eina. Annað sumarið, sem hann var þar, sló
hann tjarnarpollinn, ásamt stærri tjörninni. Kerl-
ing ein, er Björg hét, var á heimili hjá Arnóri.
Nokkru eftir það er Arnór lét slá álfatjörnina,
dreymdi Björgu, að kona kæmi til hennar og bæði
hana að sporna við því, að tjarnarpollurinn væri
sleginn oftar; kvað hún bónda mundi hefnast fyrir
það, að hann hefði slegið hann. Kerling þóttist vita,
að þetta væri álfkona, og þóttist lofa því, er hún