Gríma - 15.09.1931, Side 73
HEYSKAPUR ÁLFA
71
bað hana. Sagði kerling frá draumnum, er hún
vaknaði, og kvaðst fullkomlega trúa því, að svo færi,
sem álfkonan sagði.
Veturinn eftir var kúnum gefin störin úr álfa-
tjörninni, og var moðið borið út fyrir stóðhross, er
Arnór bóndi átti. Fyrsta daginn, sem þetta var gert,
hvarf fallegasta hryssan úr stóðinu og fannst síðar
dauð niðri í pytti þar langt í burtu. Sagði Björg
kerling, að þetta væri hefnd frá álfum fyrir það, að
tjarnarpollurinn hefði verið sleginn, en enginn trún-
aður var lagður á orð hennar.
Næsta sumar á eftir lét Arnór aftur slá álfatjörn-
ina. Rétt á eftir dreymdi Björgu, að sama konan
kæmi til hennar eins og fyrra sumarið; var hún döp-
ur í bragði og átaldi bónda mjög fyrir það, að hafa
slegið tjarnarpollinn; kvað hún bóndi mundu bíða
t.jón fyrir aðgerðir sínar og hefndin skyldi einatt
verða grimmari og grimmari, eftir því sem tjarnar-
pollurinn yrði sleginn oftar. Kerling sagði frá
draumnum og bað menn nú að taka eftir því, hvort
ekki myndi leiða af því ógæfu, að slá álfatjömina.
— Veturinn eftir missti Arnór bóndi helminginn af
ám sínum úr ýmiskonar pest.
Þriðja sumarið var það þurkdag einn á túna-
slætti, að vinnumaður Arnórs, Markús að nafni,
gekk meðfram tjörnunum og var að hyggja að ám.
Honum verður litið út á álfatjörnina og sér að hún
er öll slegin og stararflekkir í kring um hana; margt
fólk er að taka saman störina, og er æma mikill
gangur á því, alveg eins og það væri að flýja undan
rigningu. Ekki sér hann þetta samt glöggt, heldur
líkast því, sem í þoku væri. Fólkið virtist honum
talsvert frábrugðið öðrum mönnum, aðallega að því