Gríma - 15.09.1931, Page 74

Gríma - 15.09.1931, Page 74
72 HEYSKAPUR ÁLFA er klæðnað snerti. Meðan hann var að horfa á þetta, þá heyrði hann hóað einhverstaðar skammt frá, og leit við. Hvarf þá þokan, sem honum fannst fyrir augum sínum áður, en þegar hann leit aftur út á tjarnarpollinn, þá sá hann að hann var ósleginn og ekkert fólk í kringum hann. Hann fór síðan heim og sagði frá þessu, kvaðst búast við að þetta myndi boða úrfelli og ráðlagði bónda að fara að taka sam- an töðuna, sem lá öll flöt á túninu. Himinn var að mestu heiðríkur og leit ekki út fyrir úrfelli; gáfu menn þess vegna engan gaum að því, er Markús sagði; lét bóndi töðuna liggja. Seinna um daginn varð loftið allt í einu þungbúið og kom rigning, sem hélzt í tvo daga samfleytt og rennbleytti töðuna, sem áður var orðin nokkuð þurr. Seinna um sumarið, á útengjaslætti, dreymdi Björgu kerlingu eitt sinn að sama konan kæmi til hennar, sem fyrri sumurin. Bað hún nú kerlingu að aftra bónda alvarlega frá því að slá álfatjörnina, því að svo miklar, sem hefndirnar hefðu verið í fyrri skiftin, svo skyldu þær nú verða enn þá grimmari í þriðja sinni, ef hann slæi álfatjörnina, enda væri hún gömul álfaeign og álfar hefðu einkaréttindi á henni, en Bjarnarstaðabóndinn eng- in. — Kerling gerði sem álfkonan bað hana; fór nú Arnór að orðum kerlingar og sló ekki tjörnina eft- ir þetta. Ekki kvaðst sögumaður minn vita, hvort álfatjörnin hefði verið slegin síðan, en svo skifti um, er Arnór hætti að slá tjömina, að hann varð aldrei fyrir gripatjóni upp frá því.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.