Gríma - 15.09.1931, Side 75

Gríma - 15.09.1931, Side 75
GRASAFÓLKIÐ OG ÚTILEGUMAÐURINN 73 18. Grasaftilkið og útilegumaðnrinn. (Eftir sögn Ragnheiðar Guðmundsdóttur, gamallar konu á Naustum við Akureyri. Handrit Þorst. M. Jónssonar 1906). Skömmu eftir fráfærur árið 1847, lagði margt fólk saman úr Tungusveit í Skagafirði á grasafjall, á meðal annara Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Héraðsdal, — sú hin sama, er söguna segir. — Hún var þá sautján ára gömul. Grasafólkið var þrjú dægur á leiðinni og hélt það alla leið suður undir Langjökul. Það lá í þrem tjöldum; reisti það þau norðan við jökulinn austanverðan í lægð nokkurri, við læk. Þegar fólkið var búið að vera þama nálægt viku, þá var það á einu laugardagskvöldi, að það fór með fyrsta móti inn í tjöldin, því að vatnshríð mikil stóð af Langjökli, en snjóaði á sjálfan jökulinn. Snemma á sunnudagsmorguninn vaknaði Ragn- heiður á undan hinu fólkinu og gekk út úr tjaldinu; var hríðin þá hin sama og kvöldið áður, og engu betri. Hún gekk upp á barð eitt hátt, sem var neðan við tjöldin. Sá hún þá, hvar maður kom ríðandi á rauðskjóttum hesti, neðan með læknum. Þegar hann átti eftir svo sem dagsláttu lengd til hennar, fór hann af baki og horfði á Ragnheiði, en ekki heilsaði hann henni; mun hann og hafa séð ofan á tjöldin, er stóðu hinumegin við barðið. Hann var í úlpu síðri og hafði eitthvað á höfði, sem líktist barðastórum hatti. Ragnheiði þótti maðurinn all-einkennilegur, kallaði inn í tjaldið og bað piltana að koma út til að sjá mann, er kominn væri- Vöknuðu þeir, komu út

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.