Gríma - 15.09.1931, Side 76

Gríma - 15.09.1931, Side 76
74 REIMLEIKINN í FLATATUNGU og fóru upp á barðið til Ragnheiðar. Sáu þeir þá komumann, kölluðu til hans og spurðu hann, hvort hann vildi ekki koma inn í tjaldið og fá kaffi. Komu- manni brá svo við, að hann hljóp á bak hesti sínum, sló í hann og reið á harðastökki á móti hríðinni, í stefnu á jökulinn. Piltarnir kölluðu enn til hans og báðu hann að staldra við, koma inn til þeirra og þiggja góðgerðir; hlupu þeir á eftir honum upp á mela, sem voru þar skammt fyrir ofan. En komu- maður anzaði þeim engu, heldur sló aftur í hestinn og hvarf brátt úr augsýn þeirra, Sneru piltarnir þá aftur til tjaldanna. — Veðrið hélzt allan sunnudag- inn, en á mánudaginn var stytt upp. Röktu þá grasa- menn förin eftir hest komumanns alla leið fast upp undir jökul; var það væn klukkutíma ferð. Þegar að jöklinum kom, misstu þeir af sporunum. Taldi grasafólkið víst, að það hefði verið útilegu- maður úr Langjökli, er það hefði séð á rauðskjótta hestinum, en ekki varð það vart við hann framar. 19 Relmlelkar í Flatatungn. (Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Sögn Jóns Jónssonar á Finnastöðum). Jón Jónsson, sem lengi átti heima á Finnastöðum í Eyjafirði, var vinnumaður í Flatatungu í Skaga- firði skömmu fyrir 1860. Þá bjó þar bóndi sá, sem Gísli hét. Um það leyti drukknaði í Jökulsá vestari maður nokkur frá Grímsstöðum, sem hét Einar. Var hann á leið að Bakkagerði með brennivínskút og ætl-

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.