Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 77

Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 77
REIMLEIKAR í FLATATUNGU 75 aði að taka þar á hann brennivín, sem hann hafði fengið úr kaupstað. Barst lík hans mjög langt, og fannst að síðustu í Vötnunum niður undan Flata- tungu; var það þá orðið mjög vatnsúldið. Líkið var flutt heim að Flatatungu á rauðum hesti, sem Gísli átti. Var það þvegið upp, og gerði Jón það. Skömmu síðar var það flutt til kirkju og jarðað. Eftir þetta fór Jón að sjá Einar öðru hvoru; kom hann jafnan ríðandi á þeim rauða, sem lík hans hafði verið flutt á neðan frá Vötnunum, reið heim í hlað á Flatatungu og hvarf þar. Ekki lögðu menn trúnað á þetta, því að enginn sá Einar í fyrstu nema Jón. Þá var það eitt kvöld, er piltar komu af engj- um, að Jón sá til ferða Einars. Sagði hann þeim frá, og brá þá svo við, að þeir sáu hann allir, þar sem hann kom ríðandi á Rauð, en brátt hvarf hann þeim. — Þetta sumar svaf Jón og tveir aðrir piltar frammi í stofu. Fór þá Einar að venja komur sínar þangað á nóttum; sat hann þar þá jafnan á bekk og hafðist ekki að. Þótti þeim piltum þetta vera hvimleiður gestur, og flutti einn þeirra burt úr stofunni. Leiddu menn getur að, hvað valda mundi setum Einars þar í stofunni; höfðu föt hans öll verið flutt heim til hans eftir jarðarförina, svo að ekki þurfti hann þeirra að vitja. En þá hugkvæmdist einhverjum, að eftir mundi hafa orðið poki, sem bundinn hafði ver- ið á bak honum, þegar hann drukknaði, en í pokan- um var kúturinn, sem hann hafði ætlað undir brennivínið. Var nú leitað og fannst pokinn með kútnum þar í stofuhorninu. Honum var þegar skilað heim að Grímsstöðum, og eftir það varð Einars aldrei vart í Flatatungu. Þóttust menn vita, að annt hefði honum verið um að kútholan kæmist til skila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.